Réttur


Réttur - 01.01.1933, Síða 5

Réttur - 01.01.1933, Síða 5
kenndi.. að hástig auðvaldsframleiðslunnar væri skil- yrði fyrir framleiðslustigi sósíalismans, að auðvalds- þróunin væri undanfari og skilyrði hinnar sósíal- istisku þróunar. Ekki á þann hátt, sem hin fræðilegu gáfnaljós sósíaldemókratanna kenna, að auðvalds- þjóðfélagið „vaxi af sjálfu sér inn í sósíalismann“, heldur þannig, að hástig auðvaldsþróunarinnar sé það skilyrði, sem geri hina sósíalistisku byltingu mögu- lega, meira að segja nauðsynlega og óumflýjanlega. Það er því auðséð, að til þess að hægt væri að fram- kvæma þá sósíalistisku byltingu, sem nú er að fara fram í Sovétríkjunum, varð að byrja á því að breyta þeim úr landbúnaðarlöndum í iðnaðarlönd. f sósíal- istisku ríki er framleiðslan miðuð við þarfir hins vinn- andi fjölda en ekki ágóðavon einstakra atvinnurek- enda. Þarfir nútímamanns eru miklar og margvís- legar, fyrst og fremst fæði, föt, skófatnaður og slíkt og þar næst þúsundir hinna og þessara þurftarhluta, sem enginn maður á að þurfa að neita sér um. Ef i'ússneska alþýðan á að geta veitt sér allar þessar lífsnauðsynjar, verður hún að geta framleitt þær í mjög stórum stíl. En nauðsynlegur grundvöllur slíkr- ar framleiðslu er þungavöruiðnaðurinn. Bolsivikkar hlutu því að byrja á því að skipuleggja þennan iðnað. Þeir urðu fyrst um sinn að leggja aðaláherzluna á málmnám, kolagröft, olíuvinnslu og rafmagnsfram- leiðslu. Þetta er ástæðan til þess, að rússneska al- þýðan verður enn að neita sér um margar lífsnauð- synjar, að minnsta kosti að nokkru leyti, svo sem kjöt, smjör, skófatnað, vefnaðarvöru o. fl. o. fl. En efast samt nokkur um, að þetta hafi verið rétt pólitík hjá Bolsivikkum? Nú er búið að leggja grundvöllinn að þessari framleiðslu. Sovétríkin hafa á síðustu 4 ár- um breytzt úr landbúnaðarlöndum í iðnaðarlönd. IðncuSurinn er nú orðinn 70% af öllum atvinnuvegum þeirra. Sovét-Rússland er orðið að næst-mesta iðnað- arlandi heimsins og stendur aðeins að baki Banda- 5

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.