Réttur - 01.01.1933, Qupperneq 11
•armála (9,8 milljörðum 1932). Til samanburðar má
g-eta þess, að 18 milljörðum rúbla verður á þessu ári
varið til iðnaðar, landbúnaðar og verltlegra fram-
kvæmda í heild sinni. Engin önnur þjóð getur bent
á neitt hliðstætt hjá sér. Þvert á móti. Hin efnalega
kreppa auðvaldsheimsins er um leið andleg og menn-
ingarleg kreppa borgarastéttarinnar. Það er hin
andlega kreppa borgaralegrar menningar, tilverulok
menningarskipunar, sem er orðin að hafti, í stað þess
að vera framfaraafl, og verður því sundrað af hinum
eilífu, miskunnarlausu lögmálum þróunarinnar. Hin
afturhaldssama yfirstétt gamla heimsins megnar ekki
framar að skapa menningarverðmæti. Til þess að
halda áfram menningarviðleitni mannkynsins og
lyfta henni á hærra stig, hefir sagan kjörið stéttina,
sem var kvalin og kúguð, stéttina, sem nú er að vakna
til meðvitundar um hlutverk sitt, stéttina, sem 1917
hrifsaði sjötta partinn af hnettinum úr klóm auð-
valdsins. Hennar hlutverk er, að skapa nýja, fegri
og viturlegri menningu á rústum hinnar frumstæðu
menningar kapitalismans. Og henni mun takast það.
FYRSTA ÁSTIN.
Eftir Halldór Stefánsson.
Ofurlítill skýhnoðri laumaðist yfir andlit sólarinn-
ar eins og glott.
,,Líttu á, kærastan mín“, sagði litli drengurinn, ,,af
hverju verður sólin svona ljót í framan?“
,,Þetta mátt þú ekki segja um sólina, kærastinn
minn“, ansaði Sjana, og hætti að þvo sokkaplöggin, til
þess að geta kysst drenginn. „Sólin getur ekki orðið
ljót, hún hefir bara orðið hrygg af einhverju".
,,Hrygg?“ spurði drengurinn og lét rauðar, vel
11