Réttur - 01.01.1933, Page 14
„Fær maður nokkuð að éta þarna?“ spurði snikk-
inn, hann vildi engin eftirkaup hafa.
„Já, þú færð líka að vera í nótt, eg fer ekki fyrr en
á morgun, þó það sé krossmessan í dag“.
„Eg sef hjá Sjönu í nótt“, tók drengurinn fram.
Rauða skeggið á snikkaranum ýfðist af glotti. „Ne-
hei“, sagði hann, „eg sef hjá Sjönu minni í nótt“.
Hljóðlaus gráthviða greip drenginn svo hann skalf
í faðmi unnustu sinnar.
Snikkarinn komst við. „Hvað er að drengnum?"
Sjana brosti við mannsefni sínu. „Þama sérðu hvað
allir eru skotnir í mér“, sagði hún með gáleysi lofaðr-
ar stúlku.
Snikkarinn komst í gott skap við þetta lof eignar
sinnar. Einhver notakennd hvatti hann til að gleðja
hinn sigraða mótstöðumann sinn. „Bíddu við“, sagði
hann og setti frá sér pokann. Upp úr honum tók hann
fallegan, ónýtan postulíns pípuhaus með gylltum rós-
um og rétti að drengnum. „Þú mátt eiga þetta“.
Þvílíkt djásn hafði drengurinn aldrei augum litið.
Hann spratc úr faðmi kærustu sinnar, greip áfjáðum
höndum um gjöfina og athugaði hana með aðdáun.
Sjana brá öðru handarbakinu yfir augun. „Þama
fékkstu nokkuð fallegt, nú er þér víst sama þó Sjana
fari“.
Þau stóðu á steinhlaðinu við húsdyrnar, þar sem
drengurinn átti heima. Hann leit upp. I tilliti hans fólst
afsögn hins neikvæða lífs. Hann kreppti hnefann um
fallega pípuhausinn, þennan dýrgrip, sem hann hafði
eignast fyrir afneitun konu, sem hann hafði lært að
elska, sakir einhverrar óútreiknanlegrar aðkomu til-
vonandi tilfinningalífs. Með þreki og ósjálfræði bams-
sálarinnar henti hann pípuhausnum af öllu afliniður á
steinstéttina, svo hann fór í þúsund mola fyrir fram-
an fæturna á snikkaranum.
„Farðu! Sjana er kærastan mín. Þú ert að skrölcva"..
14