Réttur - 01.01.1933, Qupperneq 16
skáld, heldur einnig íslenzkur vísindamaður. Sjálfur
leit hann fyrst og fremst á sig sem náttúrufræðing.
Hann fór um allt landið á vísindaleiðangrum sínum
og inti af hendi merkilegar rannsóknir, einkum í dýra-
fræði, en einnig í jurtafræði, jarðfræði og jafnvel
fornfræði. Vísindaáhugi hans var einstæður og ýmsir
árangrar af rannsóknum hans mikilsverðir fyrir þann
tíma. Hann var einhver mentaðasti íslendingur á
sinni tíð, auk þess, sem hann var fagurskygnasti andi
aldarinnar. Erlendis var hann í miklum metum hjá
lærdómsmönnum og skáldum, — meðal annars ,,boð-
inn og vel tekinn“ hjá tveim merkustu andans mönn-
um Dana, Hauch og Ingemann, „hvenær á degi sem
vera skal“.
Maður skyldi nú halda, að slíkur snillingur og af-
burðamaður, sem gerði þannig samtíðarmenn sína
skuldbundna sér á tveim vettvöngum, bæði sem skáld
og vísindamaður, hefði ekki verið á flæðiskeri stadd-
ur meðan hann lifði, heldur hefðu öll öfl í þjóðfélag-
inu keppst um að styrkja hina göfugu starfsemi hans,
eða a. m. k. firra hann öllum áhyggjum af frumræn-
ustu þörfum, svo hann gæti heill og óskiftur beitt
kröftum sínum í þágu menningarinnar.
Eitt útgáfufyrirtæki hér í bænum hefir nú látið
safna og gefa út h. u. b. 120 sendibréf Jónasar, senni-
lega í þeim tilgangi, að fræða landslýðinn um, hvern-
ig borgaralegt þjóðfélag meðhöndlar hina ágætustu
menn. Er þar skemmstfrá að segja, að obbinn af þess-
um bréfum eru, (auk umsókna til opinberra stofnana
um auðvirðilegar smáupphæðir til vísindastarfsem-
innar,) bænir og kvartanir til vina hans út af armóði
og skorti í öllum hugsanlegum myndum, hungri, klæð-
leysi, húsnæðisleysi, peningaleysi, tóbaksleysi, lasleika
vegna heilsuspillandi húsakynna og skorts á sæmi-
legri aðhjúkrun, áhyggjum og þunglyndi yfir hlut-
skifti sínu, refjum, undandrætti, vanþakklæti, að-
gangsfrekum skuldheimtumönnum, og svo framvegis,
16