Réttur - 01.01.1933, Blaðsíða 18
urkraminn syndari er að biðja drottinn með aumk-
unarverðum hætti um náð og miskunn, og síðan eru
þessir lúalegu styrkir veittir með eftirtölum og und-
andrætti eins og hjá kristilegum góðgerðastofnunum.
Einu sinni sama sem býður hann Rentukammerinu úr-
ið sitt upp í smáskuld, sem hann hafði gert á einum.
vísindaleiðangri sínum umfram styrkupphæðina!
Og það er skemtileg huggun, eða hitt þó heldur,
sem þessir útgefandur bréfanna færa hinni ráðandi
stétt, sem ríkti á dögum Jónasar og ríkir enn í dag,
söm við sig (hefir engu gleymt og ekkert lært), þegar
hann skrifar Konráði svo (Rvík, 8. ág. 1837) eftir að
hafa borið sig upp undan skildingaleysinu: „Eg var
slyppifengur í gærkvöldi; það datt maðkur ofan á nef-
ið á mér, þegar eg var lagstur út af. Ekki munaði nú
miklu; hefði hann komið ögn neðar, þá hefði eg fengið
saðningu mína einu sinni“. Þrisvar sinnum sækir hann
um prestakall í öngþveiti sínu.
Tvö sýnishom af bréfum frá Kaupmannahöfn 5..
og 6. júní 1843:
Til Finns Magnússonar.
Hávelborni, allrahæstvirti herra etatsráð!
Nú stendur ekki sem allra bezt á; eg er krafinn um
húsaleigu fyrir mánuðinn, og þess utan hef eg, því mið-
ur, ekkert að borða fyrir þessa dagana. Hvað myndi
nú vera við það að gera? Eg hefi nú raunar hert upp
hugann og ráðist á Rentukammerið, — en meðan gras-
ið er að gróa deyr kýrin. 0. s- frv.“.
Nú skulum við sjá, hvað Jónas kallar að herða upp
hugann og ráðast á Rentukammerið :
Til det kongelige Rentekammer.
„Idet jeg giver mig den ære underdanigst at frem-
sende til det höje kollegium vedlagte regning over
samtlige udgifter, som min videnskabelige rejse i Is-
land i forrige sommer har medfört, og hvoraf fremgaar,.
18