Réttur


Réttur - 01.01.1933, Síða 20

Réttur - 01.01.1933, Síða 20
sem var óseljanlegt við burtför mína frá íslandi, ásamt vasaúri, sem einnig er fært til reiknings; en ég leyfi mér undirgefnast að vona, að sé sanngjarnt tillit haft bæði á hinu óvanalega lága verði, sem mér hefir tek- ist að reikna útgjöld mín á þessum langa og erfiða sumarleiðangri, í samanburði við ferðakostnað á ís- landi yfirleitt, og einnig til hins, að eg hefi hvorki krafist né hlotið neina uppbót fyrir Reykjavíkurdvöl mína — dýra og við margvíslegan skort — í þrjá vet- ur, þá muni hið háa kollegíum náðugast veita mér það, sem eg fer fram á, með hinum sama mannúðlega fús- leika og mér var veitt svipuð upphæð fyrir sumarleið- angurinn 1841. Ef til vill mætti eg undirgefnast taka það fram, enda þótt það komi málinu ekki við í ströngum skiln- ingi, að fjárhagur minn gerir mér þessa endurgreiðslu á framlögðum peningum ómissanlega. Eg kom hingað aftur meira en allslaus að fé og 200 rd. frá Hinu ísl. bókmenntafélagi, er hið eina, sem eg hef að lifa á í hálft annað ár við samningu vísindarits, sem verður fyrsti árangurinn af íslandsferð minni. — Undirgefn- ast.) —Þetta kallar Jónas semsagtí alvöru, ,,að herða upp hugann og ráðast á Rentukammerið". Prýðilegt dæmi um aðstöðu snillinga, sem slíta kröftum sínum í þágu menningarinnar og eiga höfuð sitt undir högg að sækja til stofnana auðvaldsríkis- ins. Reglan er sú, þegar slík mál eru annars vegar, listir og vísindi, þá verður forráðamönnum þessara stofnana tamast að lita á sig sem góðgerðafyrirtæki og ritskoðara, og þó formin breytist í auðvaldsskipu- laginu, og „fjárveitinganefnd Alþingis" komi t. d. í staðinn fyrir „Rentukammerið“, þá hlýtur eðli þess óhjákvæmilega að vera samt við sig. — Vinir borgaralegs þjóðfélags hafa oft haldið því fram til afsökunar þessari aðdáunarverðu stofnun, að það hafi verið fátækt fslands að kenna, hve svívirði- lega var farið með Jónas Hallgrímsson, en þetta er 20

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.