Réttur


Réttur - 01.01.1933, Side 22

Réttur - 01.01.1933, Side 22
sig fullkomnasta híbýlakost, og auk ritlauna sinna mánaðarkaup hjá ríkinu. Það er djúpt haf milli að- stöðu þessara skálda í ríki sínu og aðstöðu Jónasar Hallgrímssonar, sem greinilegast er tjáð í hinni ömur- legu fyndni um það, hve slyppifengur hann hafi verið í gærkvöldi, að maðkurinn, sem féll ofan úr rjáfrinu í „andskotans hjallinum“, þar sem hann hafðist við, skyldi hafa fallið á nefið á honum í staðinn fyrir munn- inn, — ,,svo hann hefði þó einu sinni fengið saðningu sína“. EINAR BENEDIKT550N skáldið og þjóðin. Eftir Kristinn E. Andrésson. (Greinin, sem hér birtist, er einn þáttur úr liálf-söindu riti tim Einar Benediktsson. Iiún gefur því ekki neina heildarmynd af skáldinu. Einar Benediktsson cr margbrotnari persónuleiki en svo, að honum verði lýst til nokkurrar hlítar í stuttri tímarits- grein eða frá einu sjónarmiði. Þetta bið eg lesendurna að hafa í huga, er þeir dæma um greinina. Með ö'ðruin viðhorfum opnast nýjar víddir í skáldskap Einars). Öll þjóðin hefir dást að Einari Benediktssyni, en hún hefir ekki gert það öll með jafn góðri sam- vizku. Það er eins og hjarta og varir, hugur og mál gæti ekki allt af orðið samtaka í tilbeiðslunni á skáld- inu. Menn hafa orðið að viðurkenna Einar, en hafa ekki getað sætt sig allskostar við það. Menn hafa allsstaðar þekkt ljóð hans, hvar sem þau hafa sést innan um skáldskap annara, en fæstir hafa tileink- að sér þau. í augum allra hefir skáldið Einar Bene- diktsson verið mikil stærð, en hún hefir verið óræð 22

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.