Réttur


Réttur - 01.01.1933, Blaðsíða 23

Réttur - 01.01.1933, Blaðsíða 23
fyrir marga. Við höfum litið á Einar sem afl fyrir utan okkur, án þess að gera okkur grein fyrir þeim ítökum, sem hann kynni að eiga í okkur sjálfum. Allir vita um Jónas og Þorstein, að þeir eru lifandi þáttur í sál hvers íslendings. Eg efast um, að mönn- um hafi skilizt það sama um Einar. Og þó hefir hann ort sízt minna um ísland né til íslendinga heldur en þeir. Enginn hefir dregið upp glæsilegri heildarmynd af landinu eða lýst snjallar náttúru þess í einstökum atriðum: fossum og fjöllum, ströndum og öræfum, fögrum og einkennilegum stöðum. Hann hefir kveð- ið um hafið í ýmsum svipbrigðum, regnið og skýin, .stjörnurnar og norðurljósin og eldinn í hjarta lands og þjóðar. Hann hefir brugðið upp mörgum mynd- um úr þjóðlífinu og lýst skarplega ýmsum merkum sögulegum persónum. Og þar á ofan hefir ekkert skáld okkar fílósóferað jafn mikið um ,,íslenzkt“ eðli. Og allur skáldskapur Einars er á meitlaðri og klass- iskri íslenzku. Þetta viðurkenna menn allt og þykir að vísu mikið til koma, en eru þó í aðra röndina hálf- kaldir og kærulausir fyrir skáldinu. Manni hættir allt af til að stara á Einar Benediktsson sem einstæð- an persónuleik, sem eigi upphaf og endi og öll rök í sjálfu sér. Kvæði hans eru af mörgum álitin helg- ur reitur, sem eigi beri að óhreinka með nærgöngul- um skrefum. í því áliti eimir reyndar eftir af trúar- kenndri ljóðdýrkun þjóðarinnar og ýmigust hennar á því að rekja uppruna skáldskapar til veruleikans eða jarðneskra hluta. En gagnvart Einari er þetta ábærilegra en öðrum skáldum, og stendur eflaust í sambandi við það, hve torskilinn og háfleygur hann þykir. Mönnum finnst hann standa utan og ofan við hin skáldin og jafnvel utan og ofan við þjóðlífið. Þó að mikið skorti á, að Jónas Hallgrímsson eða Jón Sigurðsson hafi ennþá verið rétt skýrðir í ljósi sög- unnar og þjóðlífsins, þá eru þeir í meðvitund hvers íslendings nátengdir lífsbaráttu þjóðarinnar á þeim 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.