Réttur


Réttur - 01.01.1933, Side 39

Réttur - 01.01.1933, Side 39
Það hlóðst að mér allt eins og- haf af trega, sem holskefla sannleikinn yfir mig féll — minn eyddi draumur, sem eilífð ei borgar, minn óður einn skuggi fánýtrar sorgar. Þá finnur Einar með samanburði við Svíana og samræmið hjá þeim: Já, þetta var listin, sú heilaga, háa, að hækkast ei yfir hið daglega lága, að stilla ei hjartnanna hörpur að nýju, að hljóma þeim næst, því það er þeim kærzt; að forðast ei leik hinnar léttu gígju, að leita ei neins af því það sé fjærst — og bliki þér sjónir af bjartari degi að bera þær varlega á annara vegi. En sá þátturinn í skapgerð Einars var miklu rík- ari, er aldrei kaus hinn gullna meðalveg, er varnaði skáldinu að ganga samhliða öðrum eða „sníða sig jafnan eigin þjóð“. Einar varð að fljúga fyrir. Og því hljóma þessar hendingar svo líkt honum eins og við könnumst bezt við hann: Er nokkur æðri aðall hér á jörð, en eiga sjón út yfir hringinn þröngva og vekja, knýja hópsins veiku hjörð til hærra lífs — til ódauðlegra söngva. Svo getur andinn ofmetnast, er hann gleymir upp- Tuna sínum í efninu. En ítök þess losnar hann ekki við. Hu.gsjónin getur flogið út fyrir veruleikann, en ekki þurkað hann burt úr lífi sínu. Svo hátt sem ósk- irnar báru Einar Benediktsson og íslenzku þjóðina, hlaut veruleikinn að setja þeim takmörk. í veruleik- anum voru fslendingar smáþjóð, hundrað þúsundir manna, sem lifðu á kvikfjárrækt og fiskiveiðum, dreifðir um stórt land, fátækir og menningarsnauðir, frjálsir aðeins að nafninu, gjörháðir öðrum þjóðum og ofurseldir erlendu fjármagni. Þetta var kaldur veruleiki að vakna upp við. Einu sinni stóð Einan Benediktsson veruleikanum nærri, meðan hann tal- 39

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.