Réttur


Réttur - 01.01.1933, Síða 51

Réttur - 01.01.1933, Síða 51
ir), barónarnir, furstarnir, herforingjar og embættis- menn keisaradæmisins urðu um stund að víkja til hliðar. I>ó hefir hið borgaralega lýðveldi, sem þar á eftir var stjórnað af sósíaldemokrötum, aldrei hreyft hár á höfði þessara manna, aldrei hróflað við fjárhirslum þeirra. Ógnarstjórn nóvemberlýðveldisins snerist eingöngu gegn verklýðsstéttinni. Áformunum um undirokun Þýzkalands 1918 hefði aðeins verið mögulegt að hindra með virkilega byltingasinnaðri lýðfrelsisbaráttu verkalýðsins gegn kúgurum sínum. Sú víðtæka stéttarstyrjöld hefði orðið upphaf voldugrar byltingahreyfingar um gjörvalla Ev- rópu, og hefði leitt til samstillingar allra krafta hins al- þjóðlega öreigalýðs Evrópu gegn enn sterkari auðstéttum sigurvegaralandanna. Til þess að hefja baráttuna gegn kúgun Þýzkalands, hefði verið nauðsynlegt að víkka hinn baráttuhæfa grundvöll í Þýzkalandi sjálfu með því að hefja hina víðtæku lýðhreyfingu upp í hærra veldi, upp á stig byltingasinnaðrar borgarastyrjaldar gegn kúg- aravaldinu og beita síðan einbeittu valdi gegn hinum afturhaldssinnuðu arðránsstéttum. Það hefði orðið að þroska liina pólitísku meðvitund fjöldans og leiða hana til markvissrar baráttu fyrir alræði öreiganna, og fyrir sigri verkalýðsbyltingarinnar í nánu samstarfi við verkalýð ráðstjórnarríkjanna. En þýzku sósíaldemokrat- arnir, sem höfðu stjórn hinnar voldugu lýðhreyfingar í hendi sér, gjörðu algjörlega það gagnstæða. Þeir réð- ust gegn hinni byltingasinnuðu verkalýðshreyfingu, til þess að hindra það, að hún næði frekari útbreiðslu og íestu, og brugðu þannig fæti fyrir það, að fjöldinn legði til uppreisnarbaráttu fyrir þjóðfélagslegu og þjóðræðis- legu frelsi sínu. í baráttunni gegn alþýðunni gengu sósíal- demokratarnir í bandalag við hershöfðingja keisara- veldisins. Það var ekki nóg með að þeir sköpuðu borgara- stéttinni fullt öryggi, heldur sáu þeir junkurunum fyrir fullri vernd eigna sinna. Þó er það alveg víst, að valda- kiíkum keisaraveldisins hefir þótt það súrt í broti, að þurfa að víkja úr valdasessi fyrir nóvemberbyltingunni, 51

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.