Réttur - 01.01.1933, Síða 53
legu frelsisstríðin upp í byltingasinnuð lýðfrelsisstríð,
safna fjöldanum inn í hreyfinguna og leiða hana inn á
brautir byltingasinnaðrar harðstjómar gegn hinum aft-
urhaldssömu arðræningjum og kúgurum allt til alræðis
öreiganna.
Marx og Engels hafa aldrei hallazt að neinum kenn-
ingum í þá átt, að auðvaldsþjóðfélagið geti þróast á frið-
saman hátt upp í sósíalismann og hið „hreina lýðræði“,
þrátt fyrir allan rógburð sósíaldemokratanna gegn þeim.
Fr. Engels ritaði Bebel, 11. des. 1884, eftirfarandi:
„Eg er ekki sammála um hið hreina lýðrœði og lilutverk þess í
framtíðinni. Það er ofur skiljanlegt, að lýðræðið hefir ekki eins
þýðingarmikið lilutverk að vinna í Þýzkalandi, og i þeim lönd'um,
sem lengra era komin í iðnaðarþróuninni. En eigi að síður getur
þaS komið lil með að fá stundarþýðingu á byltingartímum, sem
baráttu-form hinna róttæku, borgaralegu flokka, eins og sýndi sig
í Frankfurt, þar sem þaS var síðasta bjargráð borgarastóttarinnar
og jafnvel lénsskipulagsins. A slíkum augnablikum fylkir hinn
byltingasinnaði fjöldi sér bak við þessa flokka og styrkir þá. Allt,
sem áður var afturhaldssamt, skrýSist nú skikkju lýðræðisins .. .
Þannig hefir reynslan orðið í öllum byltingum: meinlausasti flokk-
uilnn og sá, sem enn er yfirleitt stjómhæfur, kemst með til valda, ein-
mitt vegna þess, að hinir sigruðu sjá í því síðasta möguleikann til
björgunar. 011 borgarastéttin og eftirstöSvar lénsvaldsins, mikill
lduti smáborgara og bænda, safnast saman í hinn hatramasta borg-
araflokk, sem skreytir sig með róttækum slagorSum, og mér þykir
mjög sennilegt, að hann gangi inn í bráSabirgðastjórn og mundi,
jafnvel um stundarsakir, mynda meirihluta“.
Sósíalde'mokratarnir, sem höfðu þegar 1914 svikið
Marxismann, gerðust sá kraftur, sem leiðir allan aftur-
haldslýðinn og bjargar auðstéttunum frá verklýðsbylt-
ingunni. Allur afturhaldslýðurinn, auðmennirnir og jafn-
vel eftirlegukindur lénsaðalsins, studdu þá. Og samt sem
áður létust þeir vera sósíalistiskur og marxistiskur flokk-
ur, þar sem þeir höfðu mikinn hluta verklýðsstéttarinnar
að baki. Þetta voru einkennin á samvinnu flokkanna í
Þýzkalandi 1914. Nú ryðjaauðmennirnir sósíaldemokröt-
unum vegna hinnar auknu byltingarhættu, frá hinni beinu
þátttöku í ríkisstjórninni, og berjast nú undir merkjum
fasismans málamyndar baráttu gegn þeim, til þess að
53