Réttur - 01.01.1933, Síða 63
„EINU SINNI VAR . . . “
Æfiutýri lianda bömum og fullorðnum..
Eftir Hermynia zur Miihlen.
Þýdd af Gunnari Benediktssyni.
Undanfarin ár hefir mjög aukizt útgáfa barnabóka hór. Stafar
það vafalaust meöfram af aukinni skólagöngu barna og auknurn.
áhuga á uppfræðingu þeirra. Mikill hluti þessara bóka er siðrænn
að stefnu. Og við nánari athugun þess siðræna anda, kemur margt
i ljós sem er í meira lagi athyglisvert. Yæri þa'S lengra máls vert
en hér er kostur á og skal það því bíða betri tíma.
En eins atriðis skal lítillega minnst í þessu sambandi. Barna-
•sögurnar eru oftast um góð börn og hlýðin, — gæðin er oft mest
f'ólgin í hlýðninni — sem eiga mjög erfiða daga en þola allt mót-
sböðulaust meö ,.góðri“ auðmýkt og „hlýðinni“ þrautseigju. Þau
cru barin, þau eru svöng, þau eru köld, þau eru klæðlaus, vont fólk!
reynir að fá þau til þess a'S gera hitt og þetta ljótt: hnupla, blóta,.
skrökva, hæða, spila, svalla og allur sá fjöldi af „ljótu“, sem unnt
er aö kenna einu bami nöfn á og koma fyrir í hugmyndaheimi þess.
En allt á þetta ekki að lirína vitund á söguhetjunni, er hún er
„gott og hlýðið barn, heldur erþetta allt nauðsynlegt til þess að
sýna fyllilega þessa töfraeiginleika og mátt þeirra, sem annars
kynni að dyljast.
Þannig er þá hin siðrrena niðurstaða þessara bókmennta: ,,Qó@u“'
börnunum gengur jafnan vel ef þau gleyma ekki lilýðninni, en þola
illa meðferð og illt líf möglunarlaust og bíða eftir borguninni í
þolinmæði mótstöðuleysisins. Og þau þurfa ekki lengi að biða, ])egar
þau era fullreynd, þeimar umbunar, sem lífið á bezta og æðsta:
auð, virSing og allsnægtir. Því að auðvitað er þetta æðsta umbunin
fyrst ferill söguhetjunnar er rakinn að þeim mikilsverða atburði í;
lífi hennar er hún öðlast mátt auðæfanna og sætleik liins góða. álits.
Þá er samkvæmt sögunni öllum hönnungum lokið.
Þetta er það sem þið eigið að sækjast eftir bömin góð!
Svo fögur er þessi siðskoðun og svo sönn á raunliæfa vísu!
A síðustu tímum þarf töluverða óskammfeilni eða eigi alllitla
sjálfsseigju og synjun hreinskilinnar hugsunar til þess að senija og
segja þessar „fallegu" sögur öllum þon-a barna, sem alast u])p til
þeima atvinnuhátta, að þau geta sem unglingar aldrei liaft örugga
von um að fá að afla sér nauðsynja sinna með vinnu sinni. Raun-
vissa atvinnuleysisins og sífellt fækkandi möguleikar til sjálfsbjarg-
ar á vegiun verandi skipulags rekst ærið óþægliega á sagnirnar um
fátæku, góðu bömin, sem auðæfi og auðmannavinátta bíða eftir á
næstu grösum með alsælu yfii-stóttarlífs.
Eg hef alltaí litið svo á, að það væri ófagurt verk og ógöfngt að
63