Réttur


Réttur - 01.01.1967, Qupperneq 10

Réttur - 01.01.1967, Qupperneq 10
trygginga, til samgöngumála og hagstjórnar, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Einnig sjálf framleið'slan er orðin félagsleg í eðli sínu. En um leið er stærð þjóðfélaga orðið næsta ör- lagaríkt atriði; hvers konar félagslegt fram- tak verður hægara viðureignar í stórum þjóð- félögum; fjármagnið margfalt meira, skipu- lagning auðveldari; þau geta ráðizt í risaverk- efni á sviði tækni og vísinda eins og stórveld- in sanna okkur. Og þá verður sú spurning óhjákvæmilega áleitin og raunveruleg, hvort hið litla þjóðfélag okkar geti staðizt, 'hvort við séum ekki of fá til þess að rísa undir sjálfstæðu ríki. I því sambandi verðum við að gera okkur Ijóst að okkur nægir ekkert minna en að halda til jafns við aðra eða gera betur, einnig á sviði lífskjara og nútímamenn- ingar. Okkur mun ekki stoða að reyna að lifa á afrekum forfeðranna, gæta arfsins eins og það er stundum orðað; við verðum að lifa sem nútímamenn á öllum sviðum, að öðrum kosti hreppum við örlög geirfuglsins, sem gat ekki brugðizt við nýjum aðstæðum. FÁMENNI Áður en bollalagt er um þennan vanda íslend- inga er ef til vill ástæða til að spyrja sjálfan sig, hvort það sé keppikefli að svona fámenn þjóð reyni að halda uppi sjálfstæðu samfé- lagi, jafnvel þótt hún sé sérstæð menningar- heild, hvort þetta markmið sé sjólfgefið. Flest- um Islendingum mun vera runnin í merg og blóð sú tilfinning og só metnaður að þetta sé skylda okkar; og tilfinningar og sjálfsvirð- ing eru raunverulegir eiginleikar og lífsnauð- synlegir í fari þjóða ekki síður en einstakl- inga; enginn nær neinum árangri án þess að setja sér mark og keppa að því. En auk til- finningar og vi'lja liggur sú staðreynd í aug- um uppi að okkur bjóðast ekki aðrir kostir. Engin önnur ríki munu nokkru sinni gera út hjálparleiðangra af þeim ósíngjörnu hvötum 10 að gera okkur kleift að lifa nútímalífi; erindi þeirra hingað munu ævinlega verða eigin- gjörn, að tryggja sér eitthvað sem við höfum yfir að ráða, ekki að auka hlut okkar heldur að fá aðild að honum. Þau munu aldrei færa okkur hetri kosti en við erum menn til sjálfir. Og við skulum jafnframt minnast þess að sem smáþjóð erum við í næsta góðum félagsskap; á þessari öld stórveldanna eru það þrátt fyrir allt smáríkin sem á ýmsum sviðum ná beztum árangri frá mannlegu sjónarmiði, til að mynda ýms nágrannalönd okkar í Evrópu. Þar eru lífskjör jafnhezt, menntun almennust, jafnrétti þegnanna raunverulegra en hjá stórþjóðun- um, virðingin fyrir rétti einstaklingsins meiri. Það er sízt af öllu ástæða til að harma það hlutskipti að heyra til smáþjóð; spurningin er sú ein hvort við hrökkvum til, smæstir allra sjálfstæðra þjóða, þegar fáein gerviríki eru undanskilin. Það er okkur þannig í senn tilfinningamál og kærkomin nauðsyn að yfirstíga þann vanda sem fámennið bakar okkur í nútimaþjóðfélagi þar sem sameiginleg átök þegnanna ráða æ meiri úrslilum. Og hvernig eigum við þá að standast okkar eigin smæð? Svarið við þeirri spurningu er í rauninni sjálfgefið. Með því að leggja saman krafta okkar, nýta getu okkar, hæfileika og fjármagn á sem haganlegastan hátt, reyna að láta sem minnst fara í súginn; leggja á ráðin um það áf þekkingu og raun- sæi, hvað gera þurfi og framkvæma síðan á- kvarðanirnar stig af stigi á skipulegan hátt. Þannig er nú þegar unnið að ýmsum þáttum jjjóðmálanna, til dæmis menningarmálum og samgöngumálum, svo að dæmi séu nefnd, og við höfum á þann hátt náð árangri sem vekur undrun útlendinga og við jmrfum sannarlega ekki að blygðast okkar fyrir. Við höfum einn- ig ráðizt í ýmsar stórframkvæmdir í atvinnu- málum á jiennan hátt, til dæmis rafvirkjanir, áburðarverksmiðju og sementsverksmiðju, með góðum árangri. Samt er það enn eitt helzta deilumálið í opinberum umræðum á íslandi hvort beita eigi slíkum félagslegum

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.