Réttur


Réttur - 01.01.1967, Page 12

Réttur - 01.01.1967, Page 12
þeirra orðnir forngripir á hafinu við hlið full- kominna nútímatækja sem aðrar þjóðir gera út á sömu mið með góðum árangri. Astæðan fyrir því að íslendingar, sem fyrir skömmu voru forustuþjóð í togaraútgerð, eru nú að heykjast á þeim atvinnurekstri, er annarsveg- ar sú að einkaaðila skortir bæði fjárhagslegt bolmagn og áhuga til þess að hefja þennan íslenzka atvinnurekstur til nýs vegs, og stjórn- arvöldin eru haldin þeirri pólitisku kreddu- kenningu að félagslegt framtak megi ekki koma til greina. Þess vegna eru Islendingar nú að glata afkastamestu fiskveiðitækjum sín- um. Hliðstætt ástand blasir við víðar í sjávar- útveginum, þeirri atvinnugrein sem hefur ver- ið undirstaða þjóðfélagsins. Verulegur hluti bátaflotans, smærri bátarnir sem aflað hafa hráefnis fyrir fiskvinnslustöðvarnar, eru í svip- uðum vanda staddir, að sökkva milli getu- leysis einstaklinga annarsvegar og frumkvæð- isskorts stjórnarvaldanna hinsvegar. Hrað- frystihúsin sem um langt skeið hafa tryggt okkur um það bil þriðjung þess gjaldeyris sem þjóðfélaginu áskotnast eru í þvílíkum vanda stödd að sum hin stærstu og fullkomn- ustu hafa verið lokuð mánuðum saman, og allar horfur eru á stórfelldum samdrætti á næstunni. Ný fiskiðjufyrirtæki sem miklar vonir voru við bundnar, eins og Norðurstjarn- an í Hafnarfirði, hafa gefizt upp næstum áð- ur en þau hófu starfsemi sína. Það eina sem upp úr hefur staðið er síldarmokstur. sem fyrst og fremst er bundinn við framleiðslu á áburði og skepnufóðri, og hefur að forsendu uppgrip og höpp sem ekki verða til frambúð- ar undirstaða nokkurs þjóðfélags. Svona er ekki aðeins ástatt í sjávarútvegi; ís- lenzkur neyzluvöruiðnaður hefur einnig átt í vök að verjast á þessum uppgripatímum, og ýmsir þættir hans gefizt upp fyrir inriflutn- ingi á fullunnum varningi frá öðrum iðnað- arríkjum. Svo er nú ástatt, til dæmis í Reykja- vík, að færra fólk vinnur nú í slíkum iðn- aði en var fyrir tæpum áratug, þótt fólkinu hafi fjölgað til muna. Þannig eru sjálfar undirstöður þjóðfélagsins veikari þótt okkur hafi áskotnazt meiri fjár- munir en nokkru sinni fyrr í sögu okkar. Okk- ur er sagt eftir alþjóðlegum hagskýrslum að við séum að verða einhver auðugasta þjóð í víðri veröld, samkvæmt höfðatölureglunni. En þetta aukna fjármagn höfum við fyrst og fremst notað t-il þess að margfalda hverskon- ar þjónustustarfsemi í landinu, bankahallir, verzlunarmusteri; við höfurn sett ný met í bílainnflutningi þótt okkur skorti fyrirhyggju til þess að leggja jafnóðum nothæfa vegi fyr- ir alla þessa bíla, við komum upp sjónvarpi og þannig mætti lengi telja. Ekki er nema eðli- legt að þjóð sem talin er í hópi hinna auðug- ustu í viðri veröld vilji njóta lífsgæða og halda sig ríkmannlega, en við skulum gera okkur ljóst að öll þessi lífsþægindi fá því að- eins staðizt að undirstaðan bresti ekki. Ef atvinnuvegir þjóðarinnar rísa ekki undir yfir- byggingu þjóðfélagsins, hrynur hið hátimbr- aða lífsþægindamusteri yfir okkur fyrr en var- ir. Öll þessi miklu lífsþægindaumsvif sem við höfum kynnzt í vaxandi mæli að undanförnu eru frá sjávarútveginum komin; hann heíur verið okkur ein'hver arðsam'asti atvinnuvegur sem um getur í víðri veröld; engin sú stór- iðja sem mest er gumað af kemst í hálfkvisti við hann. Þeim mun alvarlegra er það að þessi undirstöðuatvinnugrein skuli eftir alll góð- ærið eiga við svo stórfellda örðugleika að etja að hrun virðist blasa við ef ekki verður að gert. Því ef aðalatvinnugrein íslendinga hryn- ur, þá er augljóst mál að fleira hrynur af vonum manna um að íslendingar séu þess megnugir að 'halda uppi fullveðja þjóðfélagi í landi sínu. Og hvernig ber að bregðast við þeim örlaga- ríka vanda? Er það ekki einsætt að þjóð sem hefur sett sér það mark að halda uppi sjálfstæðu þjóðfé- lagi í landi sínu, verður einnig að stefna að því vitandi vits og undaribragðalaust að tryggja hornsteina þess þjóðfélags, og þá fyrst 12

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.