Réttur


Réttur - 01.01.1967, Side 15

Réttur - 01.01.1967, Side 15
mörgum þáttum öðrum. Það er til að mynda rskyggileg staðreynd að svo er að sjá sem er- lendir hermenn eigi að vera eilífir augna- karlar á íslandi, hersetan varanlegt og eðli- legt ástand til framlbúðar, áhrif hennar í þjóð- lífinu æ fjölþættari, einnig á sviði menning- armála, eins og dæmið af hermannasjónvarp- inu sannar á ömurlegan hátt. Það mætti minn- ast á það hvað íslenzkum valdhöfum hefur verið ósýnt um að koma fram sem sjálfstæð- ur aðili í a'lþjóðasamskiptum, fulltrúar full- valda þjóðar með óháð mat á vandamálunum, þótt við skyldum að sjálfsögðu aldrei ælla tokkur smærri hlut á því sviði en við stöndum fyrir. Það mætti ræða um vanda íslenzkrar menningar á tíma fjölmiðlunartækni, ef við viljum vera lifandi þátttakendur í menning- arlifi samtímans en ekki fulltrúar neinnar út- kjálkamenningar. En því læt ég mér nægja að minna fyrst og fremst á atvinnumálin, að í iðnaðarþjóðfélagi er efnahagskerfið undir- staða alls annars; ef við reynumst ekki menn til þess að starfrækja íslenzka atvinnuvegi sem eflist og þróist til jafns við það sem ann- arsstaðar gerist, munu vonir okkar um aðra þætti íslenzks þjóðríkis ekki heldur rætast til langframa. Ég minnti á það í upphafi, að íslenzk tunga og felenzk menning hefðu lifað þrátt fyrir stjórnarfarslega áþján öld eftir öld, svo að Rask fann þá eiginleika „hreina og kröpt- uga“ á hverjum sveitahæ, vegna þess að þar var sjálft bænda þjóðfélagið undirstaðan, og sú efnahagslega undirstaða var þjóðleg þrátt fyrir erlenda yfirstjórn. Hin efnahagslega undirstaða nútímaþjóðfélags er iðnaðurinn og þeir þættir sem honum eru tengdir, og ef sú undirstaða brestur úr hendi okkar mun fleira fylgja á eftir. Jafnvel þótt hægl kunni að vera stundum að sýna tímabundinn fjárhagslegan ávinning af erlendum atvinnurekstri, skortir hann einnig það öryggi sem þjóð verður að gera kröfu til ef hún ætlar að vera langlíf i landi sínu. Nú að undanförnu og oft á síðustu árum hefur mátt heyra í útvarpi næsta lærdómsríkar fréttir frá eynni Möltu í Miðjarðarhafi. Þar býr þjóð sem er dálitlu fjölmennari en við, og hún hefur um langt ökeið lotið brezkri for- sjá. Þar hafa verið brezíkar herstöðvar og flotastöðvar og ýmiskonar atvinnurekstur sem hefur verið tengdur þeim athöfnum. Bretar telja þessar stöðvar sínar orðnar úreltar og óþarfar að verulegu leyti, þeir hafa verið að draga saman seglin og ætla að gera það í enn ríkara mæli. En þá hefur brugðið svo við að evjarskeggjar hafa hafið örvæntingarfulla ‘baráttu gegn því að losna við erlent hernáms- lið — af þeirri einföldu ástæðu að það er atvinna þeirra og lífsviðurværi; þá skortir innlenda atvinnuvegi sem risið geti undir nú- tímaþjóðfélagi, samskiptin við erlent stór- veldi eru orðin að náðaúbrauði. Þannig hljóta samskipti þjóðar við erlenda aðila ævinlega að vera; þau standa ekki lengur en útlend- ingarnir telja sig hafa hag af þeim; hinir er- lendu gestir láta atbafnir sínar mótast af þröngum hagsmunum og eiga ekki til þá ó- ræðu tilfinningu og skyldu sem bindur þjóð við land sitt, fortíð sína og framtíð. VARANLEGUR VERULEIKI Þessar bollaleggingar mínar eru ekki mæltar af svartsýni. Við íslendingar höfum alla ástæðu til að vera bjartsýnir. A það var bent með ær-num rökum þegar fyrir hálfri öld, að það væri óðs manns æði og stæðist hvorki efnahagslega né félagslega, að kotríki eins og við ætlaði sér sjálfstæði. Við höfum afsann- að þær hralkspár ákaflega eftirminnilega um skeið; við þurfum ekki að blygðast okkar í samanburði við neina aðra fyrir þróunina undanfarna áratugi. Ég er sannfærður um að við getum áfram haldið okkar hlut i saman- burði við aðra. En til þess þarf tvennt. í fyrsta 15

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.