Réttur - 01.01.1967, Page 16
lagi þá trú og þá bjartsýni, þann baráttuhug
og þann vilja sem lyfti athöfnum altlamóta-
kynslóðarinnar í æðra veldi, gerði henni
kleift að fást við grettistök. An slíks vilja, án
stefnufestu sem tekur markmiðið fram yfir
eftirsókn eftir stundarverðmætum, fæst engu
áorkað. í annan stað þarf að koma til raunsæ
könnun á stöðu okkar í veröldinni, þeim sér-
staka vanda sem við eigum við að etja, ör-
fámenn þjóð í stóru landi. Þar hlýtur rökrétt
hugsun jafnt og reynslan sjálf að leiða lil
16
þeirrar niðurstöðu að við verðum að beita
* aðferðum áætlunarbúskapar, samvinnu og
samhjálp, gera okkur sem öflugust með því
að leysa vandamálin sameiginlega hvar sem
því verður við komið, og láta engar fræði-
kreddur villa okkur sýn í því sambandi. Það
verður verkefni ungrar kynslóðar að leggja
í senn til þann vilja og það raunsæi sem breyt-
ir draumnum um sjálfstætt íslenzkt þjóðfélag
úr skammvinnri tilraun í varanlegan veru-
leika.