Réttur - 01.01.1967, Qupperneq 17
ÁSGEIR BL.
MAGNÚSSON:
ÐRAUHURIHN
OM
1101110
Ávorp flutt vi8 sotningu listavöku Kon-
nómsondstæðingo í Lindarbæ i marz 1967
Ég leyfi mér í nafni undirbúningsnefndar
að bjóða ykkur öll velkomin á þessa listavöku
hernámsandstæðinga — hina þriðju í röð-
inni.
Ég sé ekki ástæðu til að rekja inntak
hennar hér, með því að prentuð dagskrá mun
liggja frammi og verða í flestra höndum.
Vakan er mikils til með sama sniði og fyrr,
þó hafa einstakar listgreinar fengið meira rúm
en áður, svo sem hljómlist, leik- og kvikmynda-
list, og í þessum tveim síðasttöldu greinum
eru það einkum tveir erlendir snillingar og
tímamótamenn, sem teknir eru til meðferðar,
þeir Eisenstein og Brecht.
Baráttan gegn bernáminu og fylgifiskum
þess er raunar jafngömul því sjálfu. En
samtök okkar hernámsandstæðinga í núver-
andi formi, eru þó yngri miklu — og fengu
fyrst fast snið og skipulag á Þingvallafund-
inum 1960. A þessu tímaskeiði hafa sam-
tökin staðið að fjórum meiriháttar mótmæla-
göngum gegn hernámi og enn fleiri úti-
fundum. Þau hafa haldið fjóra landsfundi,
beitt sér fyrir mótmælaundirskriftum um land
allt, gefið út blöð og efnt til menningarvikna.
Þó hefur ekki tekizt enn að hrinda hernám-
inu. Forsvarsmenn þess hafa jafnvel sótt í sig
veðrið, efnt til aukinna hernámsframkvæmda
i Hvalfirði og hleypt erlendu hringavaldi inn
í landið.
Samt hefur þeim orðið æ örðugra um vik,
þeir hafa neyðzt til að fara á hæli í dáta-
sjónvarpsmálinu, og okkur hefur tekizt að
tengja saman andstæðinga hernáms, sem áð-
ur voru dreifðir og sundraðir, og skapa víð-
tæka og vakandi andstöðu, sem nær til allra
stjórnmálaflokka, þótt í misríkum mæli sé.
Þá er það og gróskumerki, að upprennandi
mennta- og listafólk lætur æ meira að sér
kveða í samtökunum, og spáir það góðu um
leikslokin.
Og nú fer í hönd örlagastund. Ég á þar við
Alþingiskosningarnar í vor. Á næsta kjör-
tímabili, eða 1969, rennur sáttmálinn um Atl-
antshafsbandalagið út, og sú íslenzk stjórn,
sem situr þá að völdum, hefur í hendi sér,
hvort hún framlengir hann eða ekki.
Það skiptir því miklu máli, að áhrif her-
námsandstæðinga verði sem ríkust, að takast
mætti að víkja hernámsliðinu á brott og gera
lsland aftur að friðlýstu og hlutlausu ríki.
Og nú efnum við enn tii listavöku — þeirr-
17