Réttur - 01.01.1967, Side 21
INNGANGUR
Það eru engin ný sannindi þótt sagt sé
að kjarni stjórnmála'baráttunnar i iðnaðar-
þjóðfélögum nútímans snúist um það með
hvaða hætti þörfum manna verði bezt full-
nægt. Hin andstæðu hagkerfi, kapitalismi og
sósíalismi, eru í raun réttri ekki annað en
tvö ólík svör við sömu spurningunni: hvaða
éfnahags- eða þjóðfélagskerfi fullnægir bezt
lífsþörfum manna í hinum iðnvædda hluta
heimsins?
Séu þarfir manna lagðar til grundvallar er
ekki óeðlilegt að tala um tvenns konar neyzlu-
hæfcti, sem samsvara hvoru efnahagskerfinu
um sig. Ut frá því sjónarmiði er neyzluháttur
kapitalismans einkaneyzla, en sósíalismans
samfélagsleg neyzla. Þetta þýðir m. ö. o. að í
fyrra tilvikinu er einkaframtakinu eftirlátið
að sjá fyrir þörfum manna, þar sem sam-
neyzlan styðst aftur á móti við framtak hins
opinbera, sveitarfélaga, samvinnufélaga eða
annarra almannasamtaka. Eins og nærri má
geta eru þessir tvenns konar neyzluhættir ekki
annað en módel eða fyrirmyndir sem finnast
hvergi í „hreinu ástandi“ í þjóðfélögum vorra
tíma. Mikið vantar á að þau sem kallast sósíal-
ísk hafi útrýmt allri einkaneyzlu; á hama hátt
hafa auðvaldsþjóðfélög Vesturlanda innleitt æ
meiri samneyzlu á undanförnum áratugum
eftir því sem þau hafa þróazt í tæknimenningu
og eftir því sem verkalýðs- og samvinnuhreyf-
ing hefur eflzt þar að áhrifum. Með þessu er
þó ekki sagt að efnahagskerfin tvö hafi mætzt
á miðri leið og mismunurinn á neyzluháttun-
um hafi upphafizt; eftir sem áður er á þeim
grundviallarmunur sem deilir mönnum í and-
stæðar fylkingar, eftir því hvorn kostinn þeir
kjósa.
FRUMÞARFIR — FÉLAGSLEGAR
ÞARFIR
Þar sem kapitalískir framleiðslubættir og
þar af leiðandi borgarmenning eru tiltölulega
nýtilkomin hér á landi (árið 1920 bjuggu
57.3% þjóðarinnar enn í sveitum), er skammt
síðan meirilhluti Islendinga fór að búa við að-
stæður er framkalla téða kosti. Það eru fá ár
síðan meiri hluti þjóðarinnar tók að lifa
hreinræktuðu 'borgarlífi í þeirri samþyrpingu
sem kennd er við Stór-Reykjavík. Lífshættir
borgarinnar útrýma öllum sj álfsþurftarbúskap
sem ennþá eimir eftir af í sveitum landsins og
sjávarplássum, og leiða til þess að menn fá
þörfum sínum fullnægt gegnum verzlun og
félagslega þjónustu. Þessar aðstæður borgar-
lífsins gera valið milli neyzluháttanna tveggja
að nærtæku og knýjandi vandamáli, þó að
enn skorti mikið á að íslenzkir borgarbúar hafi
upp til hópa gert sér skýra grein fyrir því.
Nú er vitað mál að hugtakið þarfir er með
afbrigðum afstætt og viðsjált. Mikið bil er til
að mynda staðsett milli sveitamanna og borg-
arbúa, enda þótt báðir hóparnir eigi sameig-
inlegar nokkrar grundvallar- eða frumþarfir,
s. s. fæði, klæði og húsnæði. Borgarmenning-
in vekur ekki aðeins nýjar þarfir og lífshætti,
'heldur færir hún sjálfar frumþarfirnar í nýtt
form — eðlisbreytir þeim, ef svo mætti segja.
Sé tekið dæmi af húsnæðisþörfinni gerir borg-
afbúinn aðrar kröfur til húsnæðis síns og um-
hverfis þess en sveitamaðurinn, þar sem hinn
síðarnefndi hefur greiðan aðgang að ljósi,
lofti og nóg athafnarými. Hann er allt að því
konungur í hinu strjálbýla, íslenzka náttúru-
ríki þar sem hann getur fullnægt, með einka-
framtaki sínu, ýmsum frumþörfum er Reyk-
víkingurinn fær ekki sinnt af eigin rammleik.
Þörf sem er einkavandamál sveitamannsins,
er orðin samfélagslegt vandamál í borginni og
'verður ekki leyst á viðunandi hátt nema með
félágslegu átaki. Þessi eðlisbreyting stafar m.
a. af því að „í borgunum hafa mennirnir unn-
ið spjöll á hinu náttúrulega umhverfi,“* það
* André Gorz: Ilinar sameiginlegu þarfir. Réttur,
4. tbl. 1966. — Eftirfarandi tilvitnanir eru sóttar í
þessa grein. Vísast til hennar um nánari skilgreiningu
á þarfahugtakinu, svo og til frekari skýringar á hug-
tökunum einkaneyzla og samfélagsleg neyzla.
21