Réttur


Réttur - 01.01.1967, Page 22

Réttur - 01.01.1967, Page 22
er „orðið fátæklegt og auðlindir náttúrunnar, eins og loft, vatn, ljós o. fl., eru orðnar tor- gætar eða hafa spillzt.“ En auðkenni auðvaldsskipulagsins er að það neyðir einstaklingana til að kaupa aftur sem emÆaneytendur náttúruauðlindir sem þeir hafa verið rændir af samfélaginu. — Hér er átt við að þjóðfélagsöfl kapitalismans þyrpa íbúunum saman í borgum umhverfis atvinnu- fyrirtækin og spilla þar með stórlega umhverfi náttúrunnar, en hins vegar hirða þau ekki um að bæta íbúunum upp tjónið með félagslegu átaki. Þau krefjast þess þvert á móti að hver einstakur borgarbúi beri sjálfur kostnaðinn af hinum nýju þörfum borgarinnar: að hann skapi sér af eigin rammleik umhverfi er geti veitt honum hvíld og næði frá ys borgarlífs- ins; að hann greiði úr eigin vasa kostnaðinn af sérmenntun sinni sem einkaframtakið hag- nýtir sér í gróða skyni; að hann afli sér sjálfur þeirra tækja sem starfsaðstæður og lífsskil- yrði borgarinnar kalla á, s. s. einkabíls (vegna fjarlægðarinnar, sem skilur á milli heimilis og vinnustaðar og ófullnægjandi strætisvagnaþjónustu) eða þvottavéla og barn- fóstru (vegna þess að konan vinnur utan heim- isins á daginn). Þessari einkaneyzlufyrirmynd neyðir kapitalisminn upp á borgaíbúann vegna þess að gróðahvötin er driffjöður skipulags- ins. Auðmagnið þefar uppi allar þær þarfir sem nokkur gróðavon er í og leitast jafnframt við að fullnægja þeim þörfum, sem í eðli sínu eru orðnar félagslegar, í formi einkaneyzlu, þ. e. í gróðaskyni. Vanræksla hinna sameig- inlegu þarfa leiðir beinlínis af eðli skipulags- ins þar sein þeim „verður yfirleitt ekki full- nægt eftir hreinum markaðslögmálum.“ Frá sjónarmiði hvers eínstaks kapitalista er sú fjárfesting „óarðbær“ sem rennur til þess að fegra borgarumhverfið, til byggingar barna- heimila, skóla, sjúkrahúsa, bóka- og listasafna -— í stutlu máli sagt: hvers konar fjárfesting er miðar fyrst og fremst að því að þroska það sem mannlegast býr í hverjum einslaklingi og gefur ekki af sér beinan verðmætisauka. 22 ÓSTJÓRN AUÐMAGNSINS — OFVÖXTUR VIÐSKIPTALÍFSINS Með hliðsjón af framansögðu er ómaksins vert að gefa því gætur — ekki sízt þar sem í 'hönd fara alþingiskosningar — hvernig nú- verandi ríkisstjórn hefur sinnt hinum sam- eiginlegu þörfum á sjö ára löngum valdaferli sínum. Hvaða áhrif hefur viðreisnarstefnan — hin fyriihugaða og yfirlýsta viðreisn einka- framtaksins — liaft á félagslegt framtak ríkis og bæja? Hvaða áhrif hefur viðreisnarstefn- an haft á hlutfallið milli einkageirans og einka- neyzlunnar annars vegar og samfélagslegrar neyzlu hins vegar? Hér gefst ekki rúm til að fjölyrða um við- gang einkaframtaksins á sviði framleiðsluat- vinnuveganna. Til glöggvunar á því sem á eftir kemur skal aðeins minnt á eftirfarandi: — Viðreisn einkaframtaksins í sjávarútvegi 'og fiskiðnaði, þ. e. aðal útflutningsgreinunum, hefur gjörsamlega mistekizt. íslenzkir fisk- framleiðendur eru nú orðnir enn meiri bón- bjargarmenn almannafjár en þeir voru í tíð hinnar mjög svo bölvuðu vinstri stjórnar. Sam- anlagðar uppbótargreiðslur til þeirra nema, skv. síðasta „bjargráðafrumvarpi“ ríkisstjórn- arinnar, samtals 640 millj. kr. — Jafnframt því sem viðreisnarstjórnin hef- ur þverbrotið grundvallarreglur sínar og tek- ið að ala þetta einkaframtak á almannafé, hefur hún þráfaldlega neilað samfélaginu um íhlutunarrétt um hvernig fénu skuli varið og staðið gegn ítrekuðum tillögum sósíalista um vísi að opinberri áætlunargerð. — Viðreisnarsljórnin liefur lialdið uppi skipulagðri herferð á hendur opinberum fyrir- tækjum og bæjarútgerðum. Ifún hefur látið undir liöíuð leggjast að beita sér fyrir end- urnýjun togaraflotans sem minnkað hefur um nær % á valdatíma hennar. Þar með hefur hún í rauninni höggvið að rótum sjálfstæðs þjóðarbúskapar á Islandi og komið útflutn- ingsatvinnuvegunum á kaidan klaka. Vanræksla sjálfra undirstöðuatvinnugreina

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.