Réttur


Réttur - 01.01.1967, Qupperneq 35

Réttur - 01.01.1967, Qupperneq 35
þá heimild til að eyða þorpinu. Enn mikilvirk- ari verður þessi hernaðaraðferð, því stór svæði eru lýst í höndum óvinanna op; á þeim hafa flugmenn heimild til að losa sig við sprengjur, sem afgangs hafa orðið í skipu- lögðum herferðum. Það er undir hugmynda- flugi flugmannanna komið, hvort þessar sprengjur falla á þorp, hrísgrjónaekrur, fólk eða dýr.“ Gary hafði einnig eftir bandarískum her- manni, sem fyrstur hafði komið inn í eitt þorp eftir loftárás bandaiúska flughersins: „Ég gat afborið allt nema að sjá litlu barns- líkin. Satt að segja fann ég aðeins tvœr mann- verur á lífi — tíu ára drengstaula og systur hans á áttunda ári. Þau sátu sem stirðnuð á rúst, er áður var heimili þeirra og umhverfis þau lágu lík foreldra þeirra og noklcur barns- lík.“ U Þant, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, sagði 21. júní í fyrra, að styrjöldin í Vietnam væri orðin „villiman nlegasUi styrjöld mannkynssögunnar.“ Þúsundir barna hafa misst foreldra sína, önnur brenna hægt til ösku í napalmeldi og enn fleiri mæta ógn hungurdauðans. Geta íbúar Norðurálfu skilið slíkan harm- leik? Er mögulegt að skynja þetta? Okkar öld hefur upplifað útrýmingarfangabúðir nazista og séð neyð tveggja heimsstyrjalda. En hild- arlei'kurinn í Vietnam er orðinn enn gífur- legri harmleikur. Gerið ykkur í hugarlund, að ykkar eigin börn ættu að ganga í gegnum all- ar þær hörmungar, sem vietnömsku börnin hafa upplifað síðustu 25 ár. Vilja Bandaríkin frið í Vietnam? U Þant hefur lagt fram tillögur í þrem lið- um til að koma á friði í Vietnam: 1. Að Bandaríkin hætti loftárásum sínum á Norður-Vietnam. 35

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.