Réttur


Réttur - 01.01.1967, Side 36

Réttur - 01.01.1967, Side 36
2. Að styrjaldaraðilar í Suður-Vietnam dragi úr hernaðaraðgerðum. 3. Að þjóðfrelsisfylking Suður-Vietnam verði viðurkenndur samningsaðili og all- ir aðilar fallist á að setjast að samninga- borði. L. B. Johnson, Bandaríkjaforseti, hefur margsinnis lýst sig fúsan til að setjast að samn- ingaborðinu um frið í Vietnam. En hann get- ur ekki uppfyllt lið eitt og þrjú í tillögum U Þant. Bandaríkin virðast álíta, að hægt sé að þvinga stjórn Norður-Vietnam að samninga- borðinu með loftárásum. Áður en hægt verð- ur að semja frið í Vietnam, verður Banda- ríkjastjórn að gera sér ljóst, að ekki er hægt að sprengja stjórnina í Hanoi til að semja, jafnvel þótt allt land þeirra verði nær lagt í rúst og mannfall nálgist þjóðarmorð. í bókinni „The Politics of Escalation in Vietnam," sem hópur bandarískra ctúdenta við Kaliforníuháskólann í Berkeley og Wash- ingtonháskólann í St. Louis hafa tekið saman og safnað skjölum um styrjöldina og afstöðu Bandaríkjastjórnar til friðarumleitana, kemur friðarvilji Johnsons vel í ljós. í hvert skipti, sem baráttan hefur gengið illa gegn skæruliðum og valdhafarnir í Saigon hafa orðið ótryggir í sessi og þá rætt um hlut- leysi eða þegar reynt hefur verið að finna pólitíska lausn á Vietnammálinu — þá liafa Bandaríkjamenn aðeins eygt eina lausn, þ. e. auknar hernaðaraSgerðir. Þegar fréttist um bréf Ho Chi Minh til for- sætisráðherra Indlands þess efnis, að hún reyndi að miðla málum og koma á friði í Vietnam, — þá varð verðfall í kauphöllinni í Wall Street. „Fleiri hermenn, fleiri sprengjur, meiri og fullkomnari vopn, eru svör Washington við friðarumleilunum.“ í Vietnam eru Bandaríkin að reyna að leysa vandamál stjórnmálalegs eðlis með hervaldi. De Gaulle talaði af reynslu, er hann í ræðu I. 36 sept. í fyrra ræddi um afstöðu Frakka til stríðsins í Vietnam: „/ stuttu máli sagt, er það álit Frakklands, að ekki sé hœgt að leysa þessi vandamál með liervaldi, lwersu hörð eða langvinn, sem slík barálta vœri.“ Franski heimspekingurinn og rithöfundur- inn Jean-Paul Sartre, lét svo ummæll um frið- arhorfur í Vietnam: „Við megum ekki leika á okkur sjálf. Við eigum í hœttu að falla í slungnustu snöru, sem áróðursmeistararnir hafa fundið upp. Hverju lialda ekki Bandaríkjamenn fram? Að þeir auki liernaðaraðgerðir í Vietnam, að þeir kasti sprengjum á Norður-Vietnam og noti gas í Suður-Vietnam til að ná betri samnings- aðstöðu .... En hvað liafa þessar bandarísku kröfur í för með sér? Auðvitað heyja menn styrjöld til að öðlast frið! Til að ná einhvers konar friði. — Þeim friði, sem þeir œskja sjálfir. Til að ná einhvers konar samningum. — Þeim samningum, sem þeir óska að setja öðrum.“ Hverju friðartilboði Johnsons fylgja aukn- ar loftárásir og hernaðaraðgerðir. En þrátt fyrir allan áróður og sprengjuvarp verður viðurkenning Genfarráðstefnunnar frá 1954 ekki haggað. Þ. e. að Vietnam er eitt land og ein þjóð byggir þetta land. Krafan um, að viet- namar fái sjálfir að ráða málum sínum vex með degi hverjum. Róniaveldi - Bandaríkin Arnold Toynbee, einn frægasti sagnfræðing- ur aldarinnar, segir í bók sinni „The Economy of the Western Hemisphere“: „Bandaríkin eru í dag forustuþjóð andbylt- ingaraflanna um allan heim, sem stendur vörð um unninn auð og hagsmuni. Bandaríkin gegna sama hlutverki og Rómaveldi forðum daga. Róm studdi alltaf þá ríku í öllum þjóð- félögum, sem borgin réði yfir, gegn þeim fá- tœku. Og þar sem þeir fátœku hafa alls staðar

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.