Réttur


Réttur - 01.01.1967, Síða 47

Réttur - 01.01.1967, Síða 47
ELISAVETA DRABKÍNA: CLARA ZETKIN (F. 1867 — D. 1933) CLARA ZETKIN Þjóífsagan hermir að í orrustunum á Kata- launíuvöllum* hafi bardaginn verið svo harð- ur, að sálir fallinna hermanna hafi haldið áfram að berjast í loftinu yfir valnum. Kona, hvít fyrir hærum, en með leiftrandi svört augu, sagði mér söguna. Það var Clara Zetkin. „Fallnir félagar okkar halda baráttunni áfram. Ekki uppí loftunum, heldur mitt á meðal ok'kar. Það sem þeir gáfu okkur mun aldrei deyja. Það er samrunnið holdi og blóði alþýðunnar, endurfætt í hugsun hennar og vilj a .... “ í ár er öld liðin frá fæðingu Clöru Zetkin og þrjátiu og fimm ár frá því hún í síðasta sinn ávarpaði þýzku þjóðina. Haustið 1920 kom hún fyrst til Sovétríkj- anna, sársjúk og reynslunni ríkari eftir ör- lagaríkan ósigur þýzka verkalýðsins og morð- ið á nánustu félögum hennar, Rósu Luxem- burg og Karli Liebknecht. En kjarkurinn var óbugaður og eldmóður í röddinni. Sterkur vilji vann sigur á „tregðu“ efnisins, en í kveðju sinni á þriðja afmæli Októberbylt- ingarinnar skrifar hún einmitt um þessa hluti: „Sovétrússland þjáist og berst og byggir nýtt þjóðfélag fyrir arðrænda alþýðu í öll- um heiminum, fyrir allt mannkyn. Hugmyndir og straumar sem berast liéðan vekja bylting- arsinnaða baráttu; áhrifa þeirra gætir í öll- um löndum jarðar .... Óbugandi traust á eigin afli og verkum hefur gert Sovétrússland ósigrandi. í krafti þessa trausts hefur það innt af hendi skyldur við sjálft sig og verkalýð heimsins af óeigingirni og bróðurkærleika. Nú er það hlutverk verkalýðs allra landa að gera skyldu sína.“ Clara Zetkin dvaldist ekki lengi í Sovét- ríkjunum í fyrsta skipti. í heimsblöðunum komu fyrirsagnir: „Clara Zetkin í Frakk- landi,“ „Clara Zetkin hvetur verkalýð heims- * Katalauníuvellir ern í Champagne á Frakklandi. Þar beið Attilla ósigur fyrir rómverska hersliöfðingj- anum Aetiusi árið 451. (ÞýS.). 47 L

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.