Réttur


Réttur - 01.01.1967, Page 48

Réttur - 01.01.1967, Page 48
ins til að styðja Sovétrússland,“ „Clara Zetkin boðar byltingu.“ Clara var í Frakklandi og flutti ávarp á stofnþingi franska kommúnistaflokksins í árs- lok 1920. Innanríkisráðherra Frakka hafði neitað henni um landvist. Allar löglegar leið- ir voru lokaðar og það virtist með ólíkindum að gömul og lasin kona gæti yfirstigið þær torfærur. Ollum til undrunar sté hún í ræðu- stólinn og var ákaft fagnað: „Félagar! Vinir! Ég hef ekki látið neitun um vegabréfsáritun aftra mér frá að koma hingað og sýna ykkur að gömul byltingar- kona getur yfirstigið torfærur sem lögregla og auðvaldsríki leggja á leið okkar ....“ Hún lauk máli sínu með: „Lengi lifi bylt- ingin í Rússlandi! Lengi lifi bylting verka- lýðsins!“ Jafnskjótt og hún hafði lokið máli sínu var hún horfin á sama dularfulla hátt og hún birt- ist. Koma hennar og ræða hafði mikil áhrif á stofnþingið, og lögregla og frönsk yfirvöld voru titrandi af vonzku. Hvernig hafði hún komizt inn í landið? Clara hló og sendi blöðunum bréf: Hún ætl- aði ekki að leysa gátuna fyrir lögregluna, en hún hafði hvorki komið dulbúin eða á fölsku vegabréfi. Andstæðingar gætu samið reyfara um komu hennar, en hennar áhugamál væri raunveruleikinn. í franska þinginu krafði mónarkistinn Vall- at innanrikisráðherra skýringa. Ráðherr- ann stamaði afsakanir og frá afturhaldinu heyrðist svei og baul. J>á stóð upp þingmað- ur kommúnfeta, Marcel Cachin: „Ég hneigi mig fyrir þessari konu.“ „Fyrir Lenin,“ var kallað framí. „Já, ég ber mikla virðingu fyrir Lenin. — Eg get gefið innanrí'kisráðherranum þann vitnisburð, að hann og undirmenn hans gerðu allt sem þeir gátu til að koma í veg fyrir komu Clöru Zetkin til Frakklands. I>að er ekki þeirra sök að þeim mistókst. Ég vil nota tæki- færið til að láta í ljós aðdáun mína á tiltæki gömlu konunnar. Hún hefur sannað: ef hjart- 48 að er þrungið ást til alþýðunnar er engin hindrun óýfirstíganleg.“ Arið leið með miklum átökum. í Þýzka- landi var Adolf Hitler kjörinn „Fiihrer“ fyrir „Nationalsozialistische Partei,“ sem þá var aðeins nokkrar tylftir bjórdrekka í Miinchen- er Bierhalle. Clara Zetkin hvatti þýzkan verkalýð til baráttu gegn gagnbyltingunni. Hún sat 3. þing Alþjóðasambands kommúnista í Moskvu 1921, og í október birtist hún skyndilega á þingi ítalska sósíalistaflokksins í Mílanó, enda þótt henni væri meinuð leið inní landið og þingstaðurinn undir öflugu lögreglueftirliti. „Ég bið ykkur um að hylla mig ekki, held- ur Alþjóðasamband kommúnista.“ Hún lauk ræðu sinni með hvatningu um að styðja Sov- ét-rússland. Ræðuna flutti bún á ágætri ítölsku eins og hún bafði talað frönsku á stofnþingi franska flokksins. Lögreglan ákvað að handtaka hana þegar hún kæmi útúr þinghúsinu, en verkamenn mynduðu þéttan vegg er varði leið hennar til bílsins sem beið hennar. Þá hófst eltingaleik- ur, lögreglubíll fast á eftir og annar sem ók framúr. Þegar að hótelinu kom beið þar lög- regla. Bílhurðin opnaðist og út sté ung og falleg stúlka með ka-staníubrúnt hár. í bíln- um fann lögreglan gráa hárkollu og staf. Ár liðu. Brúna pestin sem kom upp í Bæj- aralandi breiddist út um allt Þýzkaland. Hinn óði Fiihrer undiibjó aftökur á þýzku alþýðu- fólki og í heiminum öllum. Clara var nú langdvölum í Sovétríkjunum. Hún var sístarfandi, stjórnaði Alþjóðasam- hjálp verkalýðsins, flutti ræður og skrifaði greinar. En aldur og heilsuleysi sóttu á. Árið 1932 var hún kjörin á Ríkisþingið sem fulltrúi þýzka kommúnistaflokksins. Á þingi því voru nazistar orðnir stærsti þingflokkur- inn. Þrátt fyrir veikindi sem höfðu gert hana nærri blinda var hún staðráðin í að mæta á þinginu og neyta réttar síns sem elzti þing- maðurinn til að setja þingið og ávarpa.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.