Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 13
lýðsbarátta verður, — er að völdunum kem-
ur, — eftir Chile-blóðbaðið ekki aðeins erfið-
ari, heldur og m'klu harðari en verið hefur.
Verkalýðurinn og allir lýðræðissinnar, er
honum fylgja, verður eftir valdaránið í Chile
ekki aðeins að líta á sjálfan sig sem hinn
eina örugga vörð lýðræðisins, heldur og að
taka á sig ábyrgðina af að geta varið það svo
vel gagnvart fjendum þess, — auðhringa-
valdinu og erindrekum þess, — að ekki tak-
ist að endurtaka ógnina frá Chile.
Það verður héðan af að líta á hvern auð-
hring sem hugsanlegan bakhjarl fasista og
á hverja þá aðila, — blöð, flokka eða aðra,
— sem verja níðingsverk eins og í Chile, —
sem hugsanlega fasista, reiðubúna til að vinna
það verk í heimalandi sínu, sem níðingarnir
í Chile unnu 11. september og síðan.
Fyrir verkalýðinn dugar það ekki að segj-
ast í orði kveðnu ætla að vernda lýðræðið.
Hann verður að gera ráðstafanir, sem þýða
það að láta ekki fjendur þess geta steypt því.
Þetta þýðir að það þarf að gera verkalýð-
inn svo samhentan í frelsisbaráttu sinni að
auðvaldi og erindrekum þess takist þar enga
glufu að finna, að gera verklýðssamtökin svo
harðskeytt í pólitískri stéttabaráttu sinni að
þau svari tafarlaust hverri tilraun afturhalds-
ins til ofbeldisaðgerða með algeru allsherjar-
verkfalli og öðrum þeim ráðstöfunum, sem
í kjölfar slíks fara í hverju landi.
Yms af sterkustu verklýðssamböndum
heims, svo sem verklýðssamtökin ensku, búa
sig nú undir að reyna að koma því á að al-
þjóðasambönd verkalýðsins setji hvert það
land, sem leikið er eins og Chile nú, í algert
bann, er geri landráða- og lepp-stjórn ómögu-
legt að stjórna. Það er auðvitað mál að þegar
alþjóðlegu auðhringarnir eru orðnir slíkt vald
á alþjóðlegan mælikvarða, sem dæmin sanna,
þá verður verkalýðurinn að sameinast alþjóð-
lega til aðgerða er duga til verndar lýðræð-
Árásin á forsetahöllina.
inu, þó þær verði ekki eins harðvítugar og
alþjóðaauðhringarnir nota til að steypa því.
En undirbúningur auðhringanna að valda-
ráni sínu krefst ekki síður athygli verkalýðs-
hreyfingarinnar en sjálf atlagan að lýðræð-
islegri verklýðsstjórn.
Taumlaust lýðskrum er venjulega eitt höf-
uðeinkennið á slíkum undirbúningi þess.
Nazistaflokkur Hitlers kenndi sig við sósíal-
isma og verkamannastétt og þóttist mjög
157