Réttur


Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 59

Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 59
Þá hefst sá þáttur landhelgismálsins sem enn stendur þegar þetta er skrifað. Verða nú rakin nokkur helstu atriði hins heita sumars íslensku landhelgisbaráttunnar. ÁSIGLINGAR OG OFBELDI Fösmdaginn 1. júní reyndu bresku ofbeld- isöfiin að sigla eitt minnsta varðskipið okk- ar, Arvakur, niður. Dráttarbátur sigldi á varð- skipið, síðan reyndi breskt herskip að koma vír í skrúfu varðskipsins en tókst ekki. Eftir þriggja smnda viðureign kvaddi Arvakur of- beldisseggina með því að klippa aftan úr breska togaranum Gavina og hélt síðan á brott. Skipherra var Höskuldur Skarphéðins- son. Seint í júní fóru fram viðræður við Vesmr- Þjóðverja sem ekki báru árangur. I mánuðinum var haldinn utanríkisráð- herrafundur NATO. Ihaldið og ríkisfrétta- stofurnar gerðu mikið veður með fund þenn- an en hann reyndist að sjálfsögðu með öllu þýðingarlaus varðandi herskipainnrás Breta, enda lýsm talsmenn NATO því yfir að þeir hefðu „skilning á afstöðu Breta.” Forusta Sjálfstæðisflokksins sat að veislukostum í að- alstöðvum NATO í Brússel og Geir Hall- grímsson reyndi að telja þjóðinni trú um að frá Nato væri einhvers að vænta í baráttunni við Breta. A þessu sumri sannaðist eftirminni- lega að forusta Sjálfstæðisflokksins skirrist ekki við að taka málstað Nató gegn málstað þjóðar sinnar. Það var fróðlegt að fá það staðfest og gleymist vonandi ekki. INTERMEZZO í júlí er engu minni harka á miðunum — fremur unnt að segja að hún hafi farið vax- andi. Varðskipsmönnum okkar tókst prýði- lega að smgga við veiðiþjófunum og iðulega að halastífa þá. Herskipin reyndu að keyra á varðskipin og tókst smndum — jafnvel fyrir innan 12 mílurnar gömlu kom til átaka og innan þeirra stunduðu Bretar veiðiþjófnað. Þjóðverjar héldu sig yfirleitt utar en Bretar, en einu sinni reyndu Bretar að verja vesmr- þýskan landhelgisbrjót innarlega í landhelg- inni. Það bar og til tíðinda í þessum mánuði að sú endemisstofnun sem kallast Alþjóðadóm- stóll kvað upp úrskurð um að Bretar mættu veiða hér við land 170 þúsund tonn á ári — en breska samninganefndin á fundunum í maí lýsti sig reiðubúna til að fallast á 145 þús. tonn! Enginn heyrist nú lengur heimta að við sendum mann til Haag, sem var eitt helsta deilumálið sl. vetur (sjá Rétt, þetta ár bls. 236). Ekki einasta íhaldið nefnir slíkt á nafn. / Ihaldið hefur nú æ betur skynjað vonlausa stöðu sína í landhelgismálinu. I fyrsta lagi hefur Mogginn ekki dugað til þess að breyta neinu um afstöðu þjóðarinnar í landhelgis- málinu. I öðru lagi hefur þjóðin snúist gegn NATO, þrátt fyrir yfirlýsingar Geirs Hall- grímssonar. I þriðja lagi hefur forusta Sjálf- stæðisflokksins hvað eftir annað orðið sér til skammar. Fylgið hrynur af flokknum og þá er ekki óhætt að minnast framar á Haag- dómstólinn. Nú er gripið til nýs hálmstrás: 200 mílur! hrópar íhaldið, það sama íhald sem vildi afsala okkur réttinum til útfærslu úr 12 mílum með nauðungarsamningnum 1961, það sama íhald sem var á móti útfærsl- unni í 50 mílur! Þetta íhald heimtaði 200 mílur! Þetta er eins konar intermezzo hins heita sumars landhelgismálsins. 200 MÍLUR Þau furðulegu tíðindi gerast nú að Sjálf- stæðisflokkurinn sem var andvígur því að 203
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.