Réttur


Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 46

Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 46
Jón Ólafsson — „rófuveifandi embættisslúðrarar" — því er séð verður — og þó hafa þeir ekki einurð að biðja Finsen að fara frá." Þess má ennfremur geta, að einmitt þenn- an vetur, 1872—73, var starfandi stjórnmála- félag í Reykjavík, „Kvöldfélagið", þar sem þjóðfélagsmál voru rædd af miklu kappi og þar urðu einhverjar fyrstu umræður opinber- lega, svo vitað sé, um sósíalisma, en Jón skáld Olafsson gerðist þar talsmaður þeirrar stefnu. Er ekki að efa, að þjóðfrelsisbaráttan og framvinda hennar gaf mönnum tilefni til að fara að hugleiða ýmsa þá hluti, er vísuðu til margra átta. Þennan vetur birti Þjóðólfur Jóns Guð- mundssonar skeleggar greinar gegn áform- um stjórnarinnar og bakaði þessi gamli eld- hugi sér enn á ný hatrammá reiði stjórnar- innar. Hótaði hún að svipta hann þeim eina starfa, er honum hafði nokkru sinni hlotnazt af hálfu yfirvaldanna eftir framgöngu sína á þjóðfundinum 1851, þ.e. starf málflutnings- manns við landsyfirréttinn, ef hann gerði sig aftur sekan að „svo ósœmilegum og hneykslanlegum orðum um stjómina og hennar ráðstafanir”, eins og þar sagði. Sýndi stjórnin enn hvern mann hún hafði að geyma í framkomu sinni við Jón Guðmundsson, er hún veifaði refsivendinum yfir höfði hans með hótun um að svipta hann lítilfjörlegu náðarbrauði. Dugði það þó engan veginn til að fæla Jón frá þeim málstað, sem hann hafði svarizt til fylgis við ungur. Hinn 1. apríl 1873, er HilmarFinsen tók formlega við hinu nýja landshöfðingjaem- bætti var látið til skarar skríða með þeim hætti, að þennan morgun mátti sjá svarta dulu dregna að hún við hús yfirvaldsins við Lækjartorg, þar sem á stóð „niður með lands- höfðingjann", og sumir sögðu, að þar hafi einnig verið hengdur dauður hrafn! A nokkur hús voru einnig fest upp spjöld með sömu ummælum og bætt við „engin stöðulög". Svo mikil var ólgan, að embættismenn og aðrir höfðingjar voguðu sér ekki að ganga á fund landshöfðingja til að auðsýna honum holl- usm. Síðar brauzt þessi ólga fram á samkomu latínuskólapilta, er haldin var að venju á af- mælisdegi konungs 8. apríl vegna atburðanna daganna á undan. Leiddi það til þess, að landshöfðingi neitaði að styrkja samkomu- haldið, svo sem tíðkazt hafði og deildi á rektor og kennara fyrir vanrækslu við eftirlit með samkomu piltanna, en framkomu þeirra taldi hann hafa verið ósæmilega. s / I tilefni Jx-ssara viðburða ritaði Jón Olafs- son langt mál í blað sitt Göngu-Hrólf undir fyrirsögninni „landshöfðingjahneykslið", þar sem hann ræddi ýtarlega viðskipti landshöfð- ingja við skólapiltana og sveigði með stór- 190
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.