Réttur


Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 60

Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 60
færa landhelgina út í 50 mílur þó hann væri kúskaður til þess að standa að samþykkt al- þingis 15. 2. 1972, gerðist mikill 200 mílna flokkur. Tók hann plagg það sem sagt er frá hér á undan mjög upp á sína arma, enda kom í ljós að einhverjir höfðu skrifað undir þetta plagg sérstaklega til þess að reyna með þeim hætti að koma höggi á sjávarútvegsráð- herra, en það er einmitt fjandskapurinn við Lúðvík sem tengir Breta og íhaldið einlægum tryggðaböndum. Svo langt gekk íhaldið í of- stæki sínu í máli þessu að það hélt því jafn- vel fram að auðveldara væri að verja 200 mílur en 50 mílur. Allur var málatilbúnaður íhaldsins hinn hjákátlegasti og vakti hlátur um allt land. Hámarki náði ósvífni haldsins í þessu máli þegar texta undirskriftarskjalsins um 200 mílur var breytt eftir að nokkrir einstakling- ar höfðu skrifað undir plaggið án þess að hafa samráð við þá alla. Fór íhaldið mjög halloka í máli þessu og hefur nú þagað um þetta hneyksli um nokkurt skeið. MAÐUR LÉST Um miðjan ágúst taka Bretar að færa sig upp á skaftið og stunda nú jafnvel veiðar innan 12 mílnamarkanna. Forsætisráðherra bar fram formleg mótmæli af þessu tilefni og sjávarútvegsráðherra sagði í viðtali við Þjóð- viljann: „enginn samningagrundvöllur við bresku stjórnina." En í þessum mánuði kemur einnig í Ijós, að bresku togarasjómennirnir eru teknir mjög að þreytast á að fiska undir herskipaeftir- liti. Fá þeir til samkomulags við sjóherinn að fiska utan verndarsvæða Bretanna tíma og tíma. Jafnframt ber sífellt meira á því að treglega gangi að ráða sjómenn á bresku togarana. 204 29. ágúst ná ofbeldisverk Bretanna há- marki: Halldór Hallfreðsson, vélstjóri á Ægi, lést að skyldustörfum í framhaldi af því að breska freigátan Appolló keyrði á Ægi innan 12 mílnanna! Reiðialda fór um þjóðina alla við þennan atburð og töldu margir að hér með væri óhugsandi að samið yrði við Breta eftir slíka framkomu þeirra. Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, sagði á blaðamannafundi á ársafmæli land- helginnar, 30. ágúst: „Engar líkur á samning- um við Breta eins og nú horfir." Lúðvík Jósepsson ræddi við Þjóðviljann og sagði að svona ætti að taka á móti Bretum: „Lúaleg árás freigátu og síðar dráttarbáts á Ægi, sem leiddi til þess hörmulega atburð- ar að einn varðskipsmanna okkar lést við skyldustörf, sýnir að átökin fara harðnandi. . Það er mín skoðun að nú hljótum við Islendingar að herða stórlega aðgerðir okkar gegn Bretum. Þar vil ég nefna þessi atriði: 1. Stöðva tafarlaust alla fyrirgreiðslu og allar upplýsingar sem átt hafa sér stað við njósnaflugvélarnar. 2. Tafarlaust ber að kalla heim sendi- herra okkar hjá NATO, og loka þeirri skrif- stofu algerlega og lýsa yfir að við munum ekki taka neinn þátt í starfi þeirrar stofnun- ar. 3. Slíta ber stjórnmálasambandi við Breta eða a.m.k. að sendiherra þeirra verði sendur héðan og allt hans starfslið. 4. Stöðva ber alla afgreiðslu við aðstoðar- skip breska togaraflotans og líta ber á þau sem lögbrjóta. Við tökum auðvitað við veik- um mönnum en öll brotleg skip á að taka föst. 5. Gerum Bretum ljóst að við munum í engu tilfelli hlífa breskum landhelgisbrjótum Joó þeir leiti vars í veðrum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.