Réttur


Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 48

Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 48
skriftum þeirra. Það var því hlutverk annarra aðila að knýja hér á, svo að baggamun réði. Þessir aðilar voru Húnvetningar og Þingey- ingar. Riðu Húnvetningar á vaðið undir for- ystu þingmanns síns, Páls Yídalíns í Víðidals- tungu, en hann skoraði á Halldór að loknum fundi Húnvetninga á Þingeyrum 20. septem- ber 1872 og síðar Þingeyinga á Stóru-Tjörn- um 29. október að boða til Þingvallafundar í nafni Þjóðvinafélagsins. Snarpur baráttuhugur ríkti meðal Norð- lendinga um þetta leyti og vildu þeir að væntanlegur Þingvallafundur yrði n.k. þjóð- fundur eða jafnvel stjórnlagaþing, er semdi frumvarp til stjórnarskrár og sendi konungi það milliliðalaust. Yrði með því staðfest, svo að ekki yrði um villzt, hver vilji þorra lands- manna væri. Vildu þeir þar með hnekkja ó- rökstuddri staðhæfingu konungsmanna á Al- þingi 1871, að tillögur meirihlutans á þingi hefðu ekki að baki sér almennan vilja þjóð- arinnar. Nú skyldi sem sagt ummælum kon- ungsmanna hnekkt á þann hátt, að lengi yrði munað. Og einmitt til þess að sýna, að hér væri ekki meirihluti á Alþingi að berja fram sjónarmið sín, er ekki væri í samræmi við þjóðarviljann, skyldi hver sýsla kjósa 2 full- trúa á fundinn og væru þeir ekki úr hópi al- þingismanna. Þess er og að geta, er sýnir, hversu mikil róttækni bjó með mönnum, að nú komu mjög á dagskrá hugmyndir um samband Islands og Danmerkur, er stefndu í átt til „personal- union” eða eingöngu konungssambands, og var þar þó að mörgu leyti farið í fótspor þeirra róttæku tillagna, sem fram höfðu kom- ið á Þingvallafundi 1850 um Island sem „frjálst sambandsland" Danmerkur. Þetta sjónarmið, sem norðanmenn settu nú á odd- inn í baráttugleði sinni, hefur líklega sett ugg að Halldóri Kr. Friðrikssyni og hann og fleiri óttazt, að nú yrði rasað um ráð fram, ein- 192 göngu til skaða fyrir stöðu íslendinga. í stað þess ætti að halda sér við tillögur Alþingis frá undanförnum árum, styðja þær og styrkja á Þingvallafundi, ef til hans kæmi, og til þess að halda landsmönnum innan þess rarnrna treysti hann Jóni Sigurðssyni bezt eins og á stóð, enda segir Halldór í bréfi til hans 23. mari:„Þeir hafa fengið mig til að stefna til Þingvallafundar og það gjöri ég í því trausti, að þú verðir þá kominn og getir farið þang- að." Halldór Kr. Friðriksson boðaði nú til fund- arins með bréfaskriftum til alþingismanna eða forystumanna í héraði, þar sem þingmað- ur var ekki fyrir. Var ætlazt til þess að al- þingismenn væru ekki kjörnir til fulltrúa, þótt auðvitað væri gert ráð fyrir, að sem flestir þeirra sækm fundinn. Opinbert fund- arboð kom þó ekki í Þjóðólfi fyrr en 5. júní, þar sem Halldór sem þingmaður Reykvík- inga boðar til kjörs á 2 fulltrúum fyrir Reykjavík, en fundurinn skyldi hefjast 26. júní. I blaðinu kemur fram nokkur óánægja með það, hversu seint Reykvíkingar hafi fengið að vita um fundinn, en segir, að „úr hinum fjarlægari héruðum hafi komið á- reiðanleg boðun um Þingvallafund jænna." Ahugi mikill virtist ríkjandi hvarvetna og höfðu sýslufundir kosið fulltrúa sína um vor- ið. Segir Þjóðólfur, að héraðafundir hafi verið fjölsóttir víða og að „vart muni nokkru sinni hafa verið með jafnríkum og almennum á- huga og samtökum til stofnað sem nú, eftir þvi sem fregnimar segja víðsvegar að." III. Þingvallafundurinn hófst á tilsettum degi, 26. júní og stóð fram til hins 29- Var hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.