Réttur


Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 6

Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 6
NAUÐSYN ENDURMATS Undanfarnar vikur hafa þeir atburðir gerst er krefjast algers endurmats á stöðu Islands. Flotainnrásin inn á íslenzkt lögsagnarsvæði, aukin ofbeldisverk Breta á miðunum og ræfil- dómur Atlantshafsbandalagsins gagnvart hernaðarofbeldi Breta hefur sýnt öllum hugs- andi Islendingum það svart á hvítu, að engin vörn er að aðildinni að Nato nema síður sé. Atburðirnir í landhelgisdeilunni hafa fært okkur heim sanninn um það að rökrétt fram- hald landhelgismálsins og utanríkisstefnu okkar sé að koma hernum úr landi og segja skilið við varnarleysisbandalagið Nato. Atburðirnir suður í Chile hafa einnig haft djúpstæð áhrif, ekki aðeins á okkur sósíalista, heldur náði samúðin með tilraun Allende til velflestra vinstri manna í landinu. Bandarísk heimsvaldastefna og leyniþjónusta Bandaríkj- anna CIA getur ekki þvegið hendur sínar. Sænska blaðið Dagens Nyheter birti nýlega fréttir um nýafstaðið þjálfunarnámskeið bandarískra herforingja með Chileher og upp- lýsingar berast um vopnasendingar til Chile- hers skömmu fyrir valdarán hersins. Her í Chile, her í Indo-Kína, her á Miðnesheiði og 3000 bandarískar herstöðvar um allan heim — allar þessar hersveitir gegna einu og sama hlutverkinu. Að vernda hagsmuni banda- rískra auðdrottna og gera þessu vesturheimska stórveldi kleift að gegna hlutverki varðhunds- ins gegn þjóðfélagsbyltingum — að gæta þess að vannærð alþýða heimsins svipti ekki heimsvaldasinnana þeirri aðstöðu að ganga óhindraðir í náttúruauðlindir annarra. Nærvera bandarísks hers á íslandi er í al- gerri mótsögn við baráttu okkar í landhelgis- málinu. Með herstöðinni á Miðnesheiði styrkj- um við bandaríska heimsvaldasinna í arðráni þeirra í þriðja heiminum, veitum þannig helzta óvini bezto bandamanna okkar í land- helgismálinu lið. Ef íslendingar vilja vera sjálfum sér samkvæmir í baráttunni fyrir verndun náttúruauðlinda, þá ber okkur að skipa okkur á bekk með samherjum okkar í þriðja heiminum, styðja þeirra baráttu gegn rányrkju auðvaldsríkjanna á þeirra náttúru- auðlindum. Rökrétt framhald þeirrar þjóð- legu utanríkisstefnu er vinstri stjórnin tók upp og þeirrar þjóðlegu reisnar er einkennir bar- áttu okkar í landhelgismálinu, er því að fram- kvæma uppsögn hernámssamningsins og segja skilið við hernaðarbandalag nýlendu- kúgara. Islandi ber, þegar sigurinn vinnst í land- helgismálinu að hafa þann sess í samfélagi þjóðanna að standa sem friðlýst land óháð hernaðarbandalögum. I júnímánuði s.l. fór vinstri stjórnin fram á endurskoðun varnarsamningsins og viðræð- ur við bandarísk stjórnvöld munu nú bráð- lega hefjast. I september var hér á ferð sendi- maður erlends valds Jósep nokkur Lúns. I viðræðum við íslenzka ráðherra fékk hann að heyra, að Islendingar myndu ótrauðir berj- ast til sigurs í landhelgismálinu og getuleysi Nato væri á góðri leið með að skjóta okkur út úr því bandalagi. Jafnframt vísuðu íslenzk- ir ráðherrar á bug fullyrðingum Nato um, að okkur bæri að hafa hér herstöð til að aðvara Pentagon um yfirvofandi árás og taka við fyrstu sprengjuárásunum væntanlega úr austri. Jósep fékk að heyra, að ekki væri til umræðu, hvort herinn færi, heldur hvenær. ENDURSKAPA ÁSTANDIÐ FRÁ 1949—51! Þegar hinar formlegu samningaviðræður við Bandaríkjastjórn um uppsögn hernáms- samningsins hefjast í nóvember, þá er rétt fyrir Islendinga að minnast þeirrar viður- kenningar sem utanríkisráðherra Bandaríkj- 150
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.