Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 16
óvinnandi vígi og undirstaða valds verkalýðs
í heiminum. Þau verða að fara að breyta
þannig til innanlands að þau öðlist aðdráttar-
afl vegna þess frelsis, sem sósíalismanum er
eiginlegt. Og fyrsta sporið í þá átt er að þvo
burt smánina, sem gerð var 1968 með inn-
rásinni í Tékkóslóvakíu: endurreisa flokks-
lýðræðið þar með frjálsum umræðum og taka
þá menn aftur til trúnaðarstarfa, sem brott-
reknir voru með hervaldi.
Brennimerkingarnar í alþjóðahreyfingu
kommúnista á öllum þeim, sem gagnrýna,
verða að hætta, svo sem á mönnum eins og
Ernst Fischer eða Roger Garaudy. Ofstæki
einangrunarstefnunnar („sektírismans") í
hvaða mynd sem það birtist er sósíalismanum
aldrei hættulegra en einmitt þegar þörf er
hinnar víðtækustu samfylkingar. Lenín kall-
aði einangrunarstefnuna „barnasjúkdóm
kommúnismans'' 1921, Dimitroff kvað hana
verða orðinn „rótgróinn löst" 1935, er hann
mótaði samfylkingarstefnuna gegn fasisman-
um. Nú er hún orðin hrein lífshætta sósíal-
istískri hreyfingu einstakra landa, hvort sem
hún birtist í ofbeldisaðgerðum einstakra of-
stækishópa, er verða til að hrekja hugsanlega
bandamenn alþýðu yfir í herbúðir auðvalds-
ins, — eða í yfirgangi valdamanna, er hindra
eðlilega þróun sósíalismans af kreddufestu
og skilningsleysi á margbreytileik hans. —
Því meiri hörku sem sósíalisminn, verklýðs-
hreyfing nútímans, þarf að sýna auðhringa-
valdinu, því meiri mannlegan skilning og
umburðarlyndi þarf að sýna þeim, sem með
oss standa, máske annara skoðana í ýmsum
efnum, og þeim, sem vér ætlum að vinna til
samstarfs.
Höfuðatriði hverrar sósíalistískrar verk-
lýðshreyfingar í borgaralegu lýðræðislandi
160
eftir valdarán fasista í Chile verður því að
festa lýðræðið í sessi, mynda um það hina
breiðustu samfylkingu og einangra ofbeldis-
öfl auðhringavaldsins utan lands og innan.
Og nái slík verklýðshreyfing tökum á ríkis-
valdi, þá að treysta það í hvívetna og herða,
svo það megi vernda lýðræði og sjálfstæði
þjóðarinnar, en eigi svíkja hvortveggja og
granda sem gert var í Chile. Það verður að
hindra að erindrekar erlends auðvalds og aft-
urhalds fái tækifæri til að grafa undan slíkum
alþýðustjórnum. Og verklýðssamtökin verða
sífellt að vera reiðubúin til að vernda lýð-
ræðið og verjast fasismanum með „öllu því
harðfylgi sem alþýðusamtökin hafa yfir að
ráða."#l Einungis þannig er hægt að gera sér
von um að lýðræðislega kosinn þingmeiri-
hluti alþýðustjórnar fái að þróa þjóðfélagið
friðsamlega fram til sósíalisma. ,
*> Orðalag „ávarps til íslenzkrar alþýðu" frá 12.
þingi Alþýðusambands Islands (Alþýðuflokksins)
1934. Setningin öll hljóðaði svo, en á undan var
rætt um örlög þau, er biðu alþýðu í löndum, sem
ofurseld eru einræðisstjórnum auðvaldsins: „Fyrir
því skorar 12. þing Alþýðusambands Islands á
flokka þá, sem fara með völdin í landinu, að neyta
valdanna til þess að forða alþýðu þessa lands frá
þeim örlögum og heitir til þess fulltingi þeirra
þúsunda vinnandi manna og kvenna, sem Alþýðu-
sambandið skipa, og öllu því harðfylgi, er alþýðu-
samtökin hafa yfir að ráða."
HEIMILDIR UM CHILE:
Spiegel 17. sept. 1973, bls. 99—110.
Spiegel 24. sept. 1973, bls. 104—106.
Spiegel 1. okt. 1973, bls. 112—119.
Spiegel 8. okt. 1973, bls. 126—130.
Ennfremur Morning Post, London, Neues
Deutschland, Berlín, I september.