Réttur


Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 39

Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 39
fá samþykkt fyrir að leggja út í hernaðar- æfintýri norður við Island, sem máski skap- aði fjandskap við Nato á Norðurlöndum, ein- mitt nú þegar höfuðhernaðaráhugi Banda- ríkjanna beinist að Miðjarðarhafssvæðinu, gegn olíulindum Arabaþjóða. Það er því vissulega bezt að hafa augun opin, en gera sér samt Ijóst að það á að vera hægt, ef þjóðin ákveður það, að fá Island út úr Nato án þess amerísku ofbeldi verði beitt. En þá mun enn verða spurt, hvernig á að tryggja öryggi Islands — og jafnvel Banda- ríkjastjórn ætti til með að spyrja hverja tryggingu hún fengi fyrir því að ekki fengju þá aðrir herstöðvar á Islandi. Svarið við þeirri spurningu er tillaga Sósí- alistaflokksins frá 1. des. 1938: að fá Banda- ríkin, Sovétríkin, England og Frakkland til þess að ábyrgjast sameiginlega sjálfstæði og hlutleysi Islands. Slíkt hafa þessi ríki gert, síðan sú tillaga var gerð með ábyrgðarsamn- ingi sínum við Austurríki 1955. Og jafnframt ætti svo íslenzk ríkisstjórn að lýsa yfir því og láta setja í stjórnarskrá landsins að Island væri hlutlaust og herlaust land, sem aldrei myndi veita neinu ríki hernaðaraðstöðu á sinni grund. Það, sem þjóð vor þarf að gera nú er þetta tvennt: Átta sig á því til fullnustu hverskonar ríki Bandaríkin, her þeirra og leyniher er orðinn og að það er meira að segja hætta á að þetta geti enn versnað: MacCarthy- æði kalda stríðsins, kosningafylgi Gold- waters 1964 (40%) og allt Watergate- og CIA-hneykslið nú minna á hver hætta er á að fasismi gæti orðið þar ofan á í einu eða öðru formi, — ísland hafi því ekkert með her þess eða hernaðarþandalag að gera. Hinsvegar að undirbúa og framkvæma eftir raunsæu mati á öllum aðstæðum, en með varkárni og festu að losa ísland til fulls við herstöðvar Bandaríkjanna og úr Atlanzhafsbandalaginu. SKÝRINGAR 1. I þessari ágætu ritgerð, ritaðri 1783, tætir Benjamin Franklin i sundur svokallaða menn- ingu hinna hvítu og skilgreinir siðferðilega yfir- burði Indíánanna og mannfélags þeirra yfir þá. 2. Lincoln sagði nokkru fyrir dauða sinn 1865 eftirfarandi: Ég sé í framtiðinni kreppu nálgast, sem ég óttast og veldur mér kviða um öryggi lands mins. Voldug auðfélög hafa risið upp í kjölfar styrjaldarinnar; timabil spilllngar á æðstu stöð- um landsins mun af þvi leiða og peningavaldið í landinu mun reyna að lengja herravald sitt með þvi að auka sér í vil hleypidóma fólksins, þangað til allur auður hefur safnazt á fáar hendur og lýðveldið er eyðilagt. Mig uggir nú meir um öryggi lands míns en nokkru sinni fyrr, jafnvel meir en þegar styrjöldin var verst.“ 3. Fræðimaðurinn bandaríski, Gustavus Myers, reit bók sína: „History of the great american for- tunes" 1909 og afhjúpaði þar svo rækilega alla þá spillingu og glæpi, sem framdir voru af auð- mönnum eins og Morgan, Vanderbilt, Astor, Gouid og öðrum, er þeir voru að koma fótun- um undir ríkidæmi sitt. Fyrst þorði enginn að gefa þá bók út af ótta við málsókn af hálfu auðjöfranna. En eftir að hún kom, þorði enginn auðmaður í mál, hvert einasta atriði bókarinnar var rétt. Og nú er hún orðin sígild bók i einu stærsta útgáfusafni Bandaríkjanna „Modern Library" (yfir 700 þéttprentaðar stórar síður). 4. Sjá t.d. frásögn Matthíasar Jochumssonar, er sagt var frá I „Rétti" 1947 („Island og Ame- ríka"), þar sem hann fjallar m.a. um bækur William Stead: „Ef Kristur kæmi til Chicago" og „Chicago i dag". 5. Eisenhower forseti sagði í kveðjuræðu sinni 17. janúar1961 eftirfarandi: „Þessi sameining gífurlegs hernaðarbákns og mikils hergagnaiðnaðar er ný í reynslu Banda- ríkjanna. 183
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.