Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 42
Þetta voru þeir uppgjafarskilmálar, sem
Bandaríkin í hroka sínum setm Sovétríkjun-
um fyrir Kóreu-stríð. Ef Sovétríkin yrðu ekki
við þeim, hlaut Nato, er tækifæri gæfist, að
hefja árásarstríð.
Nú hafa Bandaríkin eftir 20 ára kalt stríð
gefizt upp við að framkvæma það, sem Nato
var stofnað til að gera: þurrka sósíalismann
burt af jörðinni, nema lofa Sovétríkjunum
máske að viðhalda honum undir amerísku
eftirliti ef þau gæfust upp án varnarstríðs!
Og hvað verður þá höfuðverkefni Nato?
Atlanzhafsbandalagið (Nato) mun þá hér-
eftir einbeita sér gegn alþýðu Natolandanna,
hvenær sem hún er það sterk að sigur lýð-
ræðis og sósíalisma sé hugsanlegur, — og
gegn frelsisbaráttu nýlendna, hálfnýlendna
og nýfrjálsra ríkja.
Nato-ríkin hafa þegar allmikla æfingu í
þessu stríði gegn alþýðu, lýðræði og sjálf-
stæði. Natoríki (Bandaríkin) stóð að því að
koma á fasisma í Grikklandi. Natoríki (Eng-
land) verndar fasismann í Portúgal. Nato-
ríki (Holland) réðst með her á Indónesíu og
varð að hætta, fordæmt af Sameinuðu þjóð-
unum. Natoríki (England og Frakkland —
svo og Israel) réðust á Egyptaland 1956 og
urðu að hætta, fordæmd af S.Þ. — Og Nato-
ríki (Bandaríkin) stendur nú að fasistabylt-
ingu í Chile, eftir að hafa áður beinlínis
ráðizt á Guatemala (1954) og steypt þar lýð-
ræðisstjórn. Og þannig mætti lengi telja. Við
Islendingar þekkjum nú líka innrás Nato-
ríkis — Bretlands — í landhelgi vora, vald-
andi manndrápi í viðbót við árásir sínar og
arðrán á íslenzkum fiskimiðum. Og hvað er
það þó í samanburði við að í sjö ár myrti
Natoríki (Frakkland) frelsissinna Algier, til
þess að viðhalda nýlendukúgun þar, — og
í sjö ár fór Natoríki (Bandaríkin) með eldi,
eitri og morðum, einhverjum hryllilegustu
drápsaðferðum veraldarsögunnar, um Viet-
nam, til að reyna að kæfa frelsisbaráttu fá-
tækrar bændaþjóðar.
Hvað vilja menn svo kalla þá Islendinga,
sem eru með þessu Atlanzhafsbandalagi?
Það verður a. m. k. ekki sagt um það al-
þýðufólk, sem slíku bandalagi fylgir, að það
sé með sjálfu sér, — og ekki um þá aðra Is-
lendinga, er með Nato standa, að þeir minn-
ist þess að land vort var kúgað sem nýlenda
í 600 ár og enn erum við að berjast til að
vinna afmr þann rétt yfir landi voru og sjó,
sem við vorum rænd. Og bandamenn okkar
í þeirri frelsisbaráttu eru fyrrum nýlendu-
þjóðir, — og fjandmenn vorir eru Bretar og
önnur helztu auðvaldsríki Nato.
Það er engu líkara en álög illra vætta,
— áróðurs og vanþekkingar, — hafi hrinið á
annars góðu fólki, er það lætur ánetjast af
fagurgala og blekkingum slíks skrímslis sem
Nato.
Kúgunareðli Nato helzt því enn hið sama
sem fyrrum. Það treystir sér bara ekki lengur
að leggja í þá, sem það var stofnað til að
drepa, — en ætlar að láta sér nægja að leggj-
ast á lítilmagnana: grísku alþýðuna, frelsis-
þreyjandi „nýlendur” Portúgals, alþýðu Chile,
Islendinga o. s. frv. Og í hvert skipti, sem
Natoríki þurrka út lýðræði og koma á fas-
isma með fangabúðum og múgmorðum,
munu þau hrópa upp um „sigur lýðræðisins."
Bretar háfa að vísu glatað heimsveldi sínu,
en að hræsni sinni hafa þeir arfleitt Atlanz-
hafsbandalagið. E.O.
186