Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 23
aðan miðaldaheim sem er fullkomin and-
stæða þess ljótleika sem hann sá allt í kring-
um sig. En flóttinn reyndist honum ónóg
lausn.
Það var skömmu eftir Islandsferðir sínar
að Morris tók að skipta sér af stjórnmálum.
I fyrsm fyllti hann flokk Radíkala, en sneri
sér fljótlega að sósíalismanum, og vann síðan
ósleitilega að brautargengi hans tii æviloka.
Enginn vafi leikur á því að Islandsferðir
Morris höfðu mikil áhrif á þessa stefnubreyt-
ingu í lífi hans. Þar er fyrst til að taka að
kynni hans af íslenskum fornbókmennt-
um og íslenskri náttúru urðu til að svipta
hann miðaldatálsýnum þeim sem hann
hafði gert gælur við á yngri árum. Hann
kemst svo að orði um Islendingasögur: „Orv-
andi ferskleiki þeirra og sjálfstæði í hugsun,
sá frelsisandi sem um þær leikur og dýrkun
þeirra á hugrekki (höfuðdyggð mannkyns)
greip huga minn föstum tökum”. En það var
fleira en sögurnar og landslagið sem stuðlaði
að hugarfarsbreytingu Morris á Islandsferð-
um hans; þótt þess sjáist ekki mikil merki í
ferðadagbókum hans hefur það þjóðfélag
sem hann sá hér markað djúp spor í hugsun
hans. Um það segir hann sjálfur: „Eg lærði
þar þau sannindi, vonandi til frambúðar, að
jafnvel hin sárasta fátækt er smávægilegt böl
við hliðina á misrétti stétta". Þannig urðu
kynni Morris af Islandi beinlínis til að beina
honum í átt til sósíalismans.
Hér er ekki tóm til að gefa neina viðhlít-
undi mynd af stjórnmálastarfi Williams
Morris eða hugmyndum hans um sósíalism-
ann. Þær hugmyndir eiga þó ótvírætt erindi
til okkar enn í dag, því að uppreisn Morris
gegn þjóðskipulaginu beindist gegn hinum
ómanneskjulegu þáttum þess, gróða og hag-
vaxtarsjónarmiðinu, sem hafði þrúgað alla
alþýðu manna til útslítandi vonleysisþræl-
dóms, gert fólk að vinnudýrum, rænt líf þess
manneskjulegu gildi. Öll þessi gagnrýni
Morris, sem má lesa í ritgerðum eins og
„Useful Work versus Useless Toil" og „How
We Live and How We Might Live", er
næstum jafn tímabær nú og hún var þá.
Ekki er óviðeigandi að ljúka þessu greinar-
korni með tilvitnun í upphaf síðarnefndu
greinarinnar:
Orðið bylting, sem við sósíalistar þurfum
svo oft að nota, hljómar skelfilega í eyrnm
flestra manna, jafnvel eftir að við höfum
útskýrt fyrir þeim að það feli ekki endilega
í sér breytingu sem hefur í för með sér upp-
þot og alls kyns ofbeldi, og geti ekki merkt
breytingu sem framkvcemd er vélrænt og í
andstöðu við almenningsálit af hópi manna
sem hafa með einhverjum hcetti hrifsað til
sín framkvcemdavald um stundarsakir: Jafn-
vel þegar við gerum grein fyrir upprunamerk-
ingu orðsins og notum það um breytingu á
grundvelli þjóðfélagsins, óttast fólk svo um-
fangsmiklar breytingar og þrábiður okkur
um að tala um endurbcetur en ekki byltingu.
En þar sem við sósíalistar notum orðið bylt-
ing alls ekki um það sem felst í orðinu end-
urbcetur, tel ég að misráðið vceri að nota það,
jafnvel þótt okkur tcekist að dylja einhver
áform undir sakleysislegu yfirbragði þess.
Við skulum því loalda okkur við það orð sem
merkir breytingu á grundvelli þjóðfélagsins:
það kann að skelfa fólk, en það verður að
minnsta kosti viðvörun um að eitthvað sé til
að óttast, sem ekki verður hcettuminna þótt
því sé enginn gaumur gefinn; það getur
einnig orðið öðrum hvatning og vakið með
þeim von fremur en ótta.
167