Réttur


Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 44

Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 44
Það var Hilmar Finsen, danskur embættis- maður af íslenzkum ættum, fremur velþokk- aður, og hafði gefið mönnum nokkurt tilefni til að vænta mætti góðs af tillögum hans til dönsku stjórnarinnar í stjórnarskrármál- inu. Þær vonir brugðust þó skjótt, enda stórt djúp milli stefnu Islendinga, sem Jón Sigurðs- son hafði forystu fyrir, um innlenda lands- stjórn og hins vegar stefnu dönsku stjórnar- innar, sem fólst í raun í innlimun Islands í danska ríkið. Vonir þær, sem menn bundu við endur- skoðað frumvarp stjórnarinnar frá 1867 urðu að engu, er frumvarpið kom að nýju fyrir Alþingi 1869, en þar voru íslenzk landsrétt- indi fyrir borð borin. Danska ríkisþingið ætl- aði sér að skammta Islendingum stjórnskipan og fjárhag þvert ofan í fyrri fyrirheit kon- unga og þær kenningar, sem Jón Sigurðsson hafði boðað meira en tvo áratugi um ísl. þjóðréttindi. Og einnig þvert ofan í yfir- lýsingar stiftamtmanns á Alþingi 1867, þar sem hann kvað þingið hafa „samþykkjandi vald'' og að „hans hátign konungurinn vill ekki — um það get ég fullvissað þingið — oktroyera (valdbjóða) nein ný stjómskipunar- lög handa Islandi án samþykkis þingsins." Síðan gerðist það hins vegar, að haustið 1870 lét danska stjórnin til skarar skríða og fékk ríkisþingið til að samþykkja einhliða „frumvarp til laga um hina stjórnarlegu stöðu Islands í ríkinu" án þess að bera það upp á Alþingi eða sérstökum þjóðfundi. Með slíkum hætti voru „stöðulögin' „oktroyeruð" eða valdboðin frá 1. apríl 1871. Þar var svo fyrir mælt skv. 1. grein: „Island er óaðskilj- anlegur hluti Danaveldis með sérstökum landsréttindum", Hér var að vísu um svipað orðalag að ræða og í frumvarpinu frá 1867 og þingmenn gátu sætt sig við, þótt einkenni- legt megi teljast að dómi nútímamanna. Varðandi fjárhag Islands var ákveðið, að greitt skyldi árlega 30 þús. ríkisdala auk 20 þús. rd. aukatillags í 10 ár, en falli síðan nið- ur á 20 árum. Með þessu áttu skuldaskipti milli ríkissjóðs og íslands að vera endanlega lokið. Var hér um talsvert lægra fjártillag að ræða en Alþingi hafði fyrr gert tillögur um og víðs fjarri þeirri upphæð, sem Jón Sig- urðsson taldi Dani beinlínis skulda íslend- ingum eftir hina löngu nýlendustjórn. Enn- fremur skyldi Hæstiréttur í Danmörku áfram vera æðsti dómstóll í íslenzkum málum. Stöðulögin voru raunar alls ekki lakari en gera mátti ráð fyrir af hálfu Dana, en þeim var sem sagt þvingað upp á Islendinga gegn vilja Alþingis og án efa þorra landsmanna, auk þess sem hér var brotið gegn einu grund- vallaratriði í kenningu Jóns Sigurðssonar, þ. e. að Islendingar gátu ekki viðurkennt rétt danska ríkisþingsins til afskipta af þessum málum. Þar væri við konung einan að semja og byggðist það á Gamla sáttmála, sem aftur væri raunverulega í gildi er konungur af- salaði sér einveldinu. Á Alþingi 1871 lagði stjórnin svo fram stjórnarskrárfrumvarp á grundvelli stöðulag- anna, enda til Jx;irra vísað. I þessu frumv. var gert ráð fyrir skipun landshöfðingja, sem fyrr var frá greint. Þingmenn lýstu þá algerri and- stöðu sinni, bæði við stöðulögin, sem þeir töldu aðeins „yfirlýsingarlög" frá Dana hálfu og því alls ekki bindandi fyrir Island, sem og stjórnarskrárfrumv., og samþykktu nýtt frumv., er var í samræmi við fyrri sjónarmið. I þinglokin komst til framkvæmda hugmynd Jóns Sigurðssonar, er þróazt hafði undanfarin ár, um stofnun félagsskapar eða flokks, sem hafði það að markmiði „að reyna með sam- eiginlegum kröftum að halda uppi landsrétt- indum og þjóðréttindum Islendinga, efla samheldni og stuðla til framfara landsins og þjóðarinnar í öllum greinum. Einkanlega vill félagið kappkosta að vekja og lífga meðvit- 188
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.