Réttur


Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 30

Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 30
að fá að vera með í væntanlegri sigurför þessa ofstækis auðvaldsins gegn sósíalisma og háborg hans þá, Sovétrikjunum, þá vann Kristinn það stór- virki að sameina allt sem stórfenglegt var og fagurt, máttugt og hrífandi hjá íslenzkum skáldum samtíðarinnar í eina volduga fylkingu sósialisma og alþýðu gegn fasisma og auðvaldi. „Rauðir pennar" og „Mál og menning" urðu til og sósíal- isminn, sem boðaður hafði verið i Ijóðum „árgal- anna", Þorsteins og Stephans G., og haslað sér völl i „Bréfum til Láru", „Alþýðubókinni" og fyrstu baráttuljóðum Jóhannesar úr Kötlum, brauzt nú í gegn sem hin drottnandi stefna, sem í aldarfjórð- ung setti sitt rauða mark á islenzkar bókmenntir og hóf þær með Halldóri Laxness, Þórbergi Þórðar- syni, Jóhannesi úr Kötlum, Halldóri Stefánssyni — svo aðeins séu nokkrir nefndir af fulltrúum þeirrar fylkingar — upp á hæsta stig, sem nokkur ein kynslóð islenzkra skálda og rithöfunda hefur nokkru sinni náð. Og það varð hvað eftir annað hlutverk Kristins að vera þessari fylkingu í senn andlegur aflvaki og hagsýnn, stórhuga framkvæmdamaður og skipuleggjandi, eiginleikar sem sjaldan hafa sam- einazt I einum manni i hreyfingu sósíalismans. Alþýðuhreyfingin gaf hinum sósíalistísku skáld- um sínum fjöldagrundvöllinn til að standa á, fólkið að tala við, og skáldin hófu fjöldann upp á hærra stig, fegruðu, stækkuðu og göfguðu frelsishreyf- ingu verkalýðsins. Þannig mótaðist og magnaðist hin sósíalistíska fjöldahreyfing unz hún i þeirri reisn, sem sameinar það vald handarinnar, er kreppist í hnefa við ofsóknir, og þann mátt hugs- unarinnar, sem herðist I stál við bann, braut á bak aftur allar ofsóknir þjóðstjórnarinnar gegn verka- mönnum handa og heila og lagði hana sjálfa að velli. Kristinn var sú eldsál, er allan þennan tíma varðist og barðist, hvatti og skipulagði og skóp hreyfingunni í sífellu ný svið. Og hann varð eðlilega einn af forystumönnum flokksins, sat á þingi og i miðstjórn, en höfuðverk hans varð ásamt hinum ágætu samstarfsmönnum sínum sköpun nýrrar, ís- lenzkrar, sósíalistískrar menningar, sem lyfti Is- landi andans um skeið á hástig í heimsmenningu, en á í stöðugu stríði við hið lítilsiglda umhverfi auðvaldsskipulagsins, sem ofsækir og níðir hvern þann andans mann, sem það ekki fær minnkað, skemmt eða spillt. Kristinn reit ásamt þeim Halldórunum og Jó- hannesi mikið í „Rétt“ á árunum 1933—38, Halldór Laxness alveg frá 1929, — auðvitað allir án þess að fá eyri fyrir, — og mikið missti „Réttur", er Ijóð þeirra og list í óbundnu máli lenti til „Tíma- ritsins", en íslenzk menning auðgaðist að sama skapi. „Réttur" á þessum brautryðjendum mikið upp að unna. Kristinn sameinaði metnað sinn fyrir hönd menn- ingar Islands, ást sina á íslenzkum bókmenntum og helgu hlutverki skáldanna djúpri og innilegri alþjóðahyggju sósíalismans og hinni sterkustu is- lenzku þjóðerniskennd, sem birtist ekki sízt I gló- andi hatri hans á hernámi Islands. Hann var eins og Ársæll mikill alþjóðasinni, hafði m.a. ágæt sam- bönd við beztu bandarisku kommúnistana eins og Trachtenberg. Og eins og Ársæll var einn af full- trúum flokks síns á flokksþingi Sovézka kommún- istaflokksins 1952, því siðasta, er Stalín sat, — svo var og Kristinn einn af fulltrúum á hinu sögu- lega 20. þingi þess flokks, er Krústoff flutti sina frægu Stalín-ræðu. Kristinn var mikill unnandi og aðdáandi Sovétríkjanna og löngum forustumaður I félagsskap þeim, er annaðist menningar- og vin- áttutengsl vor við þau. „Afhjúpunin" á Stalin 1956 varð honum mikið harmsefni og hann kvartar sjálf- ur I riti sínu„Enginn er eyland" yfir því að engin söguleg skýring skuli hafa verið gefin á harm- leikjum málaferlanna miklu, enda hefur sovézki flokkurinn hvorki reynt né getað gefið marxistíska skýringu á þeim harmsögulegu fyrirbrigðum í sögu sósíalismans. Vonbrigðin út af þessu hafa vafa- laust verið hinum tilfinningaríka manni sár, en hann átti þeirri gæfu að fagna í lífinu að eiga sér við hlið þá konu, sem ætið gat örvað hann og styrkt þá mest lá við, Þóru Vigfúsdóttur. Alþjóðahyggja Kristins beið því ekkert afhroð við atburðina 1956 frekar en þjóðfrelsisást hans við undanlát þjóðarmeirihluta vors við ágang Atlanz- hafsbandalags og herveldis Bandaríkjanna á sinum tíma. En því minnist „Réttur" þessara brottförnu fé- laga nú og ekki í eftirmælastíl, sem ekki á heima I þessu riti, — að það eru einmitt slikir menn svo gerólíkir sem þeir eru og starfssvið þeirra, sem skapa í fjölbreytni sinni hverja mikla sósíalistíska hreyfingu. Án slíkra manna — og enn fleiri mann- gerða — getur hún ekki lifað og dafnað sjálfstæð og sterk og sigrað að lokum — í áföngum eða einu voldugu sigursælu áhlaupi. Það verður sósíalistísk hreyfing Islands, svo 174
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.