Réttur


Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 58

Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 58
báta og eftirlitsskipa til þess að stöðva flótt- ann í eigin liði. Var jafnvel reynt að gabba herskip — sem biðu álengdar utan við 50- mílur inn fyrir mörkin. Nú lém bresk stjórnvöld undan þrýstingi taugaveiklaðra togaraskipstjóra og lofuðu að senda herþyrlur til eftirlits inn yfir íslensku fiskveiðilandhelgina. Var það í fyrsta sinn sem Bretar viðurkenndu að þeir hefðu í frammi beina hernaðaríhlutun. En það átti síðan eftir að ágerast, því síðdegis á laug- ardaginn 19. maí tilkynnti breska stjórnin þá ákvörðun sína að send yrðu herskip inn fyrir 50 mílna mörkin strax þann dag. Þannig varð ofbeldi breska auðvaldsins grímulaust; það sannaði að breska stjórnin var aðeins hand- bendi þess. Hér var um að ræða vendipunkt í landhelgisdeilunni, og Alþýðubandalags- menn drógu af herskipa innrásinni eftirfar- andi ályktanir: 1. Sömu tilboð gám ekki staðið Bremm til boða og fyrr, margir töldu raunar að eftir her- skipainnrásina bæri alls ekki að ræða við Breta framar. 2. Innrásin sýndi eðli NATO, því hér var um NATO-herskip að ræða. 3. Með hernaðarofbeldi sínu eru Bretar beinlínis að tryggja sigur þeirra afla á al- þjóðavettvangi sem berjast fyrir sem stærstri fiskveiðilandhelgi. 3. Kalla ber íslenska sendiherrann heim frá NATO, loka þar skrifstofum, kalla ennfrem- ur íslenska sendiherrann heim frá London, og lýsa yfir slitum stjórnmálasambands við Breta fari þeir ekki strax út fyrir. Alþýðusambandið boðaði til útifundar til að mótmæla ofbeldi Breta 23. maí. Var það fjölmennasti útifundur sem til þess tíma hafði verið haldinn í Reykjavík, 25.000 manns komu á fundinn að sögn lögreglunnar í Reykjavík. (I þetta skipti hafa teljarar lög- reglunnar áreiðanlega verið heldur ríflegir aldrei þessu vant á útifundum). Laugardaginn 26. maí kom til beinna á- taka á miðunum í fyrsta sinn eftir flotainn- rás Breta. Varðskipið Ægir kom að togaran- um Everton að ólöglegum veiðum. Everton- skipstjórinn neitaði að hlýða fyrirmælum skipherrans á Ægi. Ægir skaut þá viðvörun- arskotum að Everton, en ekkert dugði og hélt togarinn á brott. Það sem einkum vakti at- hygli við þennan atburð voru ummæli for- ingja stjórnarandstöðunnar. Geir Hallgríms- son sagði: „Það er mitt álit að ekki beri að grípa til svo örlagaríkra ráða.” Gylfi Þ. Gísla- son sagði: „Nú óttast ég alvarlega að við Is- lendingar höfum spillt ok.kar málstað.” Þessi ummæli forustumannanna vöktu reiði og hneykslunaröldu um allt Island, — þetta eru kveðjurnar sem varðskipsmennirnir okkar fá frá foringjum stjórnarandstöðunnar á Islandi þegar baráttan er hvað hörðust. 28. maí tilkynnti ríkisstjórn Islands NATO-yfirvöldum að herskipainnrás Breta væri brot á reglum bandalagsins og krafðist þess að NATO stöðvaði herskipainnrásina. Þá lýsti Einar Agússon því yfir á blaðamanna- fundi sama dag að almenningsálitið á Islandi hefði snúist gegn NATO. Og það var ekki of mikið sagt. Haldleysi hernaðarbandalags fyrir smáþjóð kom svo greinilega í ljós að NATO-sinnar voru beinlínis einangraðir. Morgunblaðið reyndi þó að gegna þjónshlut- verki sínu af bestu getu; aldrei var meira skrifað um yfirvofandi hernaðaríhlutun Rússa en einmitt þessa dagana. Nú má segja að í hönd fari sá tími sem harðastur er í þorskastríðinu við Breta, tími látlausra ásiglinga og ásiglingartilrauna, of- beldisverka sem í einu tilfelli íeiddu til þess að varðskipsmaður lést við skyldustörf sín. Skömmu síðar er hótað slitum stjórnmála- sambands sem kom þó aldrei til framkvæmda. 202
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.