Réttur


Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 61

Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 61
6. Við verðum að stórauka landhelgisgæsl- una og auka klippingarnar." Þetta voru aðalatriðin í þeim aðgerðum sem sjávarútvegsráðherra vildi beita Breta og kom enda síðar í ljós að margir vildu Lilju kveðið hafa. Framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins sagði í ályktun á ársafmæli útfærslunnar: „Alþýðubandalagið hvetur iandsmenn til sóknar undir kjörorðinu: „Við semjum ekki við Breta, við sigrum þá"." Mánudaginn 3. september lagði Lúðvík Jósepsson svo fram í ríkisstjórninni sérstakar tillögur um aðgerðir gegn Bretum.. Var m.a. gert ráð fyrir því í tillögum Lúðvíks að stjórnmálasambandi skyldi slitið. Þá töldu Framsóknarmenn eðlilegt að lýsa yfir slitum stjórnmálasambands við Breta kæmi til á- siglinga af Bretanna hálfu enn á ný. Tillögur Lúðvíks voru annars mjög í þá veru sem rakið var hér að framan, og síðar í vikunni lýsti ríkisstjórnin því yfir að tekið yrði við sjúkum af aðstoðarskipum sem flyttu þá til hafnar, skipin yrðu tekin og skipstjórinn dæmdur ef hann hefði gerst sekur um að að- stoða veiðiþjófa áður. Þá kom einnig fram að ákveðið hefði verið að efla landhelgisgæsl- una með því að leigja tvo hvalbáta. Eins og sjá má eru þessi tvö síðarnefndu atriði mjög í samræmi við tillögur Lúðvíks. Aðfaranótt 11. september sigldi bresk frei- gáta enn einu sinni á íslenskt varðskip. Gerðu þá margir ráð fyrir því að nú yrði lýst yfir slitum stjórnmálasambands við Breta sam- kvæmt yfirlýsingum forsætisráðherra og sjáv- arútvegsráðherra. Svo var þó ekki gert. Ríkis- stjórnin ákvað hins vegar að slíta stjórnmála- sambandi við Breta kæmi til ásiglinga á nýjan leik. Þjóðviljinn birti 12. september annars veg- ar samþykkt ríkisstjórnarinnar og hins vegar tillögur Lúðvíks. Þegar hér var komið sögu kom í ljós við samanburð, að allar tillögur Lúðvíks höfðu ýmist verið afgreiddar eða voru að fá afgreiðslu — nema ein: Tillagan um NATO. Það reyndist erfitt að fallast á slíka tillögu fyrir vini NATO á Islandi enda þótt hverju mannsbarni væri ljóst að NATO hafði ekkert gert og ekkert viljað gera til að leysa landhelgisdeiluna. Þvert á móti hafði bandalagið staðið við hlið Bretanna. Bretarnir létu sér ekki segjast þó að hótað væri slitum stjórnmálasambands. Þeir héldu enn áfram ásiglingum. 23. september keyrði freigátan Lincoln tvisvar sinnum á varðskipið Ægi á miðunum út af Austfjörðum. Fjöldi innlendra og erlendra fréttamanna voru vitni að þessum atburði og sendu þeir fréttaskeyti og filmur um allan heim sem tóku af öll tvímæli um sekt Bretanna. Málsgögn voru síðan afhent dómnefnd eftir umfjöllun sjó- dóms og þegar niðurstöður málavafsturs lágu fyrir fimmtudaginn 27. september gerði ríkis- stjórnin eftirfarandi samþykkt: „Ríkisstjórnin samþykkir að tilkynna bresku ríkisstjóminni, að verði herskip og dráttarbátar Breta ekki farin út fyrir 50 mílna mörkin fyrir 3. október 1973 komi slit á stjórnmálasamskiptnm við Bretland til fram- kvcemda í samrœmi við ályktun ríkisstjórnar- innar 11. sept.” En af hverju var ekki slitið strax — eins og samþykktin frá 11. sept. gerði ráð fyrir ef til ásiglingar kæmi? Það var vegna þess að á þriðjudeginum áður hafði borist bréf frá Heath forsætisráðherra Breta um að hann væri reiðubúinn til þess að kalla her- skip sín út fyrir 50-mílna mörkin. En þessu tilboði fylgdi annað: Ólafur Jóhannesson komi til London til viðræðna. En þessu tilboði Heaths fylgdi líka skil- yrði! Islendingar hætm að áreita breska veiði- þjófa! Ekki þótti aðgengilegt að fallast á neitt slíkt og þegar leið að miðnætti hns 2. 205
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.