Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 56
annað unnt en dást að einurð fundarmanna
og framsýni.
Með tilliti til þess sem hér hefur verið frá
sagt, má okkur þykja dálítið einkennilegt að
heyra fund þennan kallaðan æsingafund og
„lokleysu" eins og sr. Matthías gerði á gam-
alsaldri. En þá er þess líka að minnast til að
bera í bætifláka fyrir gamla manninn, að
sem ungur þátttakandi í fundinum virðist
hann sjálfur hafa hrifizt af þeim frelsisanda,
sem svo ljóslega fékk útrás hjá hinni róttæku
lýðræðishreyfingu landsmanna við Oxará um
Jónsmessuleytið 1873. En þá hrifningu sína
tjáði hið verðandi þjóðskáld einmitt í kvæði,
sem mun ort um þetta leyti:
„Getið verdur þess, er þorðu
þingdjarfir Islendingar
inna einum munni
orð hvell á Þingvelli:
Frjáls kjöri þjóð til frelsis
fjallbyggð Snœlands alla.
Lýður skal lögum ráða,
landsrétt hefur guð settan."
Við þessa frásögn mína um Þingvallafund-
inn 1873 er litlu að bæta. Mig langar þó að
lokum að vitna orðrétt í kafla, er ég skrifaði
um fundinn í riti mínu um Jón Guðmunds-
son ritstjóra: „Þegar leita skal að hagkvæm-
um leiðum í frelsisbaráttu í von um ávinning,
getur vissulega stundum verið matsatriði, hve
langt skuli gengið í kröfum á hverjum tíma.
Þótt róttækustu kröfurnar séu ekki settar á
oddinn um stundarsakir, þarf það auðvitað
ekki að tákna undanslátt á neinn hátt. Það er
spurning um raunsæi öðru fremur. Afstaða
Jóns Sigurðssonar og Jóns Guðmundssonar
1873 kann að þykja, fljótt á litið, bera merki
tilslakana, a.m.k. væri hægt að halda því
fram að óathuguðu máli. En þegar málin eru
skoðuð ofan í kjölinn verður hið gagnstæða
ofan á. Mat þeirra á ástandinu var rétt, fram-
undan gat verið viðunandi tilboð hinna er-
lendu drottnara, sem veita mátti viðtöku til
að leggja grundvöllinn að enn frekari frelsis-
kröfum síðar. Með þá staðreynd í huga fellur
enginn skuggi á frammistöðu þeirra nafn-
anna á Þingvallafundinum 1873. I stuttu
máli má segja, að hjá öðrum aðilanum komi
fram raunsætt mat á þáverandi ástandi, en
hjá hinum eftirminnileg og djörf róttækni,
sem skemmtilegt er ávallt að vitna til fyrir
síðari tíma. Mega þá báðir aðilar una við sinn
hlut eftir atvikum."
Einar Laxness.
Helztu heimildir:
Fundargerð Lbs. 535, fol.
Alþingistíðindi.
Bréf Jóns Sigurðssonar.
Göngu-Hrólfur.
Þjóðólfur.
Víkverji.
Matthías Jochumsson: Sögukaflar.
Þorvaldur Thoroddsen: Minningabók.
Páll E. Ólason:: Jón Sigurðsson, 5. bindi.
Vaka, 3. árg. 1929.
Einar Arnórsson: Alþingi og frelsisbaráttan
1845—’74.
Réttur, 1.—2. hefti 1951.
Arnór Sigurjónsson: Einars saga Ásmundssonar,
2. bindi.
E. Laxness: Jón Guðmundsson alþm. og ritstj.
Þorsteinn Thorarensen: Gróandi þjóðlíf.
200