Réttur - 01.07.1973, Blaðsíða 43
EINAR LAXNESS
FYRIR 100 ÁRUM:
ÞIN GVALLAFUNDUR 1873
OG AÐDRAGANDI HANS
I.
Fyrir réttum eitt hundrað árum, 1873, var
sem arnsúgur færi um vettvang íslenzkrar
þjóðmálabaráttu og kyrrð undanfarandi ára,
sem umlukti lognmollulegt andrúmsloft
hinnar íslenzku sveitamannaþjóðar, var rofin
á all harkalegan hátt. Það, sem varð til að
stjaka óþyrmilega við iandsmönnum, var sú
nýskipan, er tók gildi 1. apríl, að yfirstjórn
íslandsmála var fengin í hendur landshöfð-
ingja, sem hafði víðtækara vald en stiftamt-
maður sá, er hér hafði verið æðsti fulltrúi
danska konungsvaldsins um langa hríð.
Skyldi landshöfðingi bera ábyrgð fyrir dönsk-
um ráðherra í Kaupmannahöfn, en ekki kon-
ungi. Var þessi skipan byggð á stjórnarskrár-
frumvarpi, er íslendingar höfðu eigi fallizt
á. Sami maður og verið hafði stiftamtmaður
um átta ára skeið, tók við hinu nýja embætti.
187