Réttur


Réttur - 01.01.1977, Page 9

Réttur - 01.01.1977, Page 9
eitt sinn var í því landi, sem þá var í augum sumra „frelsisins fimbulstorð"? Allt vald, pólitískt og efnahagslegt, er á örfárra auðmanna höndum. Tveir auðmannaflokkar einoka nú þegar í 80 ár allt pólitískt líf. Helmingur þjóðarinn- ar hirðir vart um að greiða atkvæði, finnst það líklega tilgangslaust. 99% þeirra er at- kvæði greiða láta stjórnast af stórblöðum og útvarps- og sjónvarpsstöðvum, sem eru í eigu örfárra auðfélaga. Þessir fjölmiðlar fram- leiða skoðanir fjöldans eins og verksmiðju- vöru, leyfa hinsvegar samkvæmt sterkri amerískri hefð fréttariturum sínum að skrifa allfrjálslega um glæpi þá, sem framdir eru innan auðvaldsskipulagsins, — eins og um Watergate og CIA, — á meðan þeir ekki afhjúpa auðvaldsskipulagið sjálft. Efnahagslífið er hneppt í fjötra örfárra samsteypna auðhringa. Fyrir 30 árum var talið að fjórar samsteypur, kenndar við Rockefeller, Morgan, Mellon og Dupont, réðu 60% alls hlutafjár í bandarískum fyrir- tækjum og síðan hafa völd og áhrif þeirra enn aukist — og það sem hættulegast er: tengst svo hergagnaframleiðslu, ekki síst at- omvopna, og herforingjum, — að ógn stafar af öllu mannkyni og lífi þess á jörðunni. Það eru stórkaupmenn dauðans, sem stjórna Bandaríkjunum, og handlangarar þeirra, hershöfðingjarnir. Mátulegt stríð, helst risans við lítilmagnann (sbr. Viet- nam), — milljónamorð á saklausu fólki — í hófi, helst í fjarlægð, svo engar hel- sprengjur falli heima — eitrun á gróðri og öllu lífi í framandi landi: gróðavænleg tilraun með nýja eiturflaugaframleiðslu — það er þeirra draumsýn um dýrlegan gróða og enga áhættu — rikið borgar. Og hve handhægt er þeim ekki að hleypa slíku gróðabrallsstríði af stað: Láta bara stjórnarráðið og fjölmiðlana Ijúga upp WELCOME T0 FEARCITY A Survival Guide for Visitors to the City ol Ne\* York Það er lögreglan og brunaliðið í New York sem gaf út þessa aðvörun til þeirra, sem koma til „borgar óttans". árás á amerísk skip til dæmis, eins og i Tonkinflóa, er banvænn „busines11 þeirra í Vietnam var skipulagður. Nú er nýr forseti tekinn við í landi því, — guðrcekinn og rikur hnetubóndi, — sem hafði stór orð um spillt valdakerfi í Wash- ington og óþarflega mikla eyðslu í herbúnað áður en hann var kosinn. — Verður máske breyting til batnaðar? Vegir guðs og guðs- manna kváðu oft vera órannsakanlegir, — CARTER kvaðst mundu skipa nýja og óháða ráðgjafa — og honum hafði tekist að klína Watergate-skömminni á Repúblikanaflokk- g

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.