Réttur


Réttur - 01.01.1977, Page 14

Réttur - 01.01.1977, Page 14
og bandamenn", þá vorn það Sovétríkin og Þýska alþýðulýðveldið, sem viðurkenndu þeg- ar í stað — ein allra ríkja — hina nýju út- færslu. Þannig hafa Sovétríkin og fleiri sósíalistísk ríki, hvað eftir annað verið sá viðskiptalegi bakhjallur, sem Island hefur getað treyst á í baráttunni fyrir réttindum okkar, mörkuð- um og sjálfstæði. Viðskiptin við þau lönd, sem 1958 voru um 30% af erlendum við- skiptum okkar, hafa því verið hinn veiga- mesti þáttur í því að tryggja efnahagslegt sjálfstæði íslands, gera okkur ekki einvörð- ungu háð einokunarhringum Ameríku og Efnahagsbandalagsins. Hafa olíukaupin frá Sovétríkjunum ekki hvað síst verið undir- staða þessara mikilvægu viðskipta. Því eru þessi olíuviðskipti þyrnir í augum áköfustu Ameríkuagentana á Islandi. Þá dreymdi um það fyrir nokkrum árum að Rockefeller-félögin kæmu upp olíuhreinsun- arstöð á lslandi — olíufélögin vilja meng- unar vegna gjarna setja þær niður í hálf- gerðum nýlendum! — og gefa þannig Exxon (Standard Oiljolíueinkasölu á Islandi. Þá væru þeir lausir við Rússann! — Sú fyrir- ætlun fór út um þúfur þá. En þessir ofstækisfyllstu erindrekar ame- rísks auðvalds eru ekki af baki dottnir. Þeir mega ekki t'l þess hugsa að Islendingar eigi r.okkurra annarra kosta völ en krjúpa að hásæti „konganna" í vestri, og gefast upp, hvaða kröfur sem þeir gera. Þessir menn vilja skilyrðislaust ofurselja Island þeim auðvalds- ríkjum, sem reynst hafa okkur fjandsamleg- ust í fiskveiðimálunum og beitt okkur ögr- unum og ofbeldi í herstöðvamálunum. Hatursáróður borgarablaðanna gagnvart Sovétríkjunum miðar allur að þessu tak- marki: Morgunblaðið kemur upp um hinn raunverulega tilgang bak við allan hama- ganginn og hræsnina. Takmarkið er að eyðileggja öll viðskipti við Sovétríkin. (Mgbl. ræðir t.d. í leiðaranum 13. febr. 1977 um nauðsynina á að minnka sem mest olíukaupin þaðan!). Heildsalaklíka afturhaldsins grætur það þurrum tárum þó freðfiskmarkaðurinn, ullarvörumarkaðurinn, síldarvörumarkaðurinn þar eystra eyðilegg- ist. (Það má ekki gleymast að „hugsjón" þessara herra er: „frjáls verslun". „frjáls á- lagning", „(skatt-) frjáls gróði", „frjálst kaup- gjald", (Þ.e. frjálst af afskiptum verkalýðs- félaga), „frelsi til að fela umboðslaun, og gróða erlendis", „frelsi til að lækka öll lán frá ríkisbönkum í raungildi að vild", m. ö. orðum „frelsi til að arðræna alþýðu og svindla eftir vild"). Þessum amerísku erindrekum finnst ekki nóg að Pentagon (hervaldið bandaríska) drottni yfir íslandi, að CIA sé með nefið niðri í hvers manns koppi, — þeir vilja líka að ísland sé varnarlaust ofurselt hverskonar kröfum, sem auðvald Ameríku og Evrópu kann að gera á hendur okkur, — alveg eins og þeir vildu undanfarin ár alltaf gefast upp, hvort sem barist var fyrir stærri fiskveiðilög- sögu eða öðrum sjálfsforræðiskröfum þjóð- arinnar. Það hefur verið Islandi mikilvægur bak- hjarl undanfarin 30 ár í viðureign við krepp- ur kapítalismans og yfirgang auðvaldsins, að eiga örugg viðskipti við Sovétríkin. Það hef- ur verið lítilli þjóð styrk stoð í að verja og viðhalda efnahagslegu sjálfstæði sínu í viður- eigninni við þá risa auðsins, er umkringja okkur. Því má það ek.ki takast með þeim ofstœkis- isáróðri, sem nú er rekinn, að láta blinda þjóðina og villa svo alla hugsun hennar að hún brjóti sjálf þá stoð, sem verið hefur henni nokkur styrkur í efnahagslegri sjálf- stæðisbaráttu hennar. * ★ * 14

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.