Réttur


Réttur - 01.01.1977, Síða 18

Réttur - 01.01.1977, Síða 18
Utgáfa Kommúnistaávarpsins 1924 Og um alþjóðatengsl íslenskra kommúnista um þær mundir Vonir fátækrar og kúgaðrar alþýðu Evrópu risu hátt við uppreisn og sigursæla byltingu rússneska verkalýðsins 1917. Hryllingur al- þýðu yfir blóðfórnunum, sem auðmannastétt- ir beggja megin víglínanna leiddu yfir hana, braust út í allsherjarandúð á því þjóðskipu- lagi, er múgmorðunum olli. Stephan G. hafði tjáð fordæminguna á þessu stríði eigi aðeins í hinu stórfenglega kvæði sínu „Vopnahlé", heldur og í harðvítugum vísum eins og þess- ari („Sláturtíðin" 1916): „Evrúpa er sláturhús, þar myrða þeir af móði, og mannabúka í spaðtunnurnar brytja í erg og gríð. Við trogið situr England, og er að hræra í blóði, með öllum sínum kaupmönnum og bæjargötu-lýð". Þar sem flestir sósíaldemókrataflokkar höfðu í stríðsbyrjun gefist upp fyrir auð- mannastéttum landa sinna og gerst samsekir 18

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.