Réttur


Réttur - 01.01.1977, Síða 19

Réttur - 01.01.1977, Síða 19
Brynjólfur og Hendrik um borð í báti i Petrograd 1920. Hugo Sillen og Oskar Samuelsson þekkjast. þeim um að etja verkalýðnum til bræðravíga, þá risu nú víðast hvar um lönd, en misjafn- lega kröftuglega, kommúnistarnir, vinstri armur verkalýðshreyfingarinnar, upp gegn stríðinu og auðvaldi hver síns lands, — og þegar þeir sigruðu í Rússlandi barst berg- málið út um allan heim. Þeir Brynjólfur Bjarnason og Hendrik Ottósson urðu fyrstir Islendinga til að heim- sækja land hinnar sigursælu verklýðsbylt- ingar, svo sem fyrr er frá sagt í „Rétti".1’ Hendrik hafði þá þegar nokkur sambönd við danska og sænska kommúnista, einkum Bredrik Ström''. Brynjólfur stofnaði, í her- bergi sínu á Stúdentagarðinum danska („Regensen") félag með dönskum kommún- istum,a) Báðir kynntust þeir í Petrograd 1920 Willi MiinzenbergP ritara Alþjóðasambands ungra kommúnista, og höfðu síðan við hann nokkur bréfaviðskipti. Kommúnistískur æskulýðsfélagsskapur hóf starfsemi sína á Islandi, líklega mestmegnis ungir menn úr Jafnaðarmannafélaginu í Reykjavík. Fulltrúi frá þeim hópi mætti á 2. þingi Alþjóðasam- bands ungra kommúnista, sem átti að haldast á laun í Berlín í mars 1921. Var það Sig- urður Grímsson'."1 En vegna lögregluofsókna varð að fresta þinginu og flytja það til Moskvu, þar sem það var haldið um svipað leyti og 3. þing Alþjóðasambands kommún- ista. En það þing sótti Olafur Friðriksson ásamt Arsœli Sigurðssyni sem kunnugt er. 19

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.