Réttur


Réttur - 01.01.1977, Side 22

Réttur - 01.01.1977, Side 22
um, til þess að gera fangelsisvistina léttari við samúðarvitneskjuna. En nú víkur sögunni heim til Reykjavíkur. A fundi í Jafnaðarmannafélaginu 18. jan- úar 1923 skýrir Olafur frá för sinni allri og samtölunum í Berlín við Stefán, Einar og Arsæl Sigurðsson, er kom frá Leipzig til að hitta hann. Þann 24. apríl 1923 senda þeir Stefán og Einar svo þýðinguna á Kommúnistaávarpinu heim „samkvœmt beiðni þeirri, er Henrik Ottósson hefur sent okkur fyrir ykkar hönd. Þýðingunni fylgir inngangur eftir Stefán Pét- ursson.” (Þess skal getið að Stefán á aðal- heiðurinn af þýðingunni). Neðan á bréfið er ritað: „Til fræðslustjórn- ar verkalýðsráðsins”. Mun það hafa verið nefnd í tengslum við félagið. Þann 9- maí 1923 segir svo Hendrik frá því á fundi í Jafnaðarmannafélaginu að í ráði sé að gefa ávarpið út, nær sem fjárhags- aðstæður leyfa. Formaður, O.F., lét þess get- ið að „framvegis cetti að lesa upp Kommún- istaávarpið í köflum á fundum félagsins." „Því næst byrjaði Hendrik upplesturinn. Var hann þakkaður með lófaklappi." Rósinkrans Ivarsson lagði svo til „að Stefáni Péturssyni vœri send þakkarkveðja frá ]afnaðarmanna- félaginu. Var það samþykkt og Hendrik fal- ið að koma því til framkvœmda.” A fundi félagsins 23. maí leggur svo Olafur formaður til að „fela nefnd manna í Þýskalandi að halda uppi sambandi milli félagsins og erlendra skoðanabræðra." Voru þrír menn kosnir í nefndina, þeir Stefán, Einar og Arsæll og þeim heimilað að bæta tveim við. Þann 6. júní 1923 mælti svo formaður nokkur orð á fundinum um Kommúnista- ávarpið, las svo formála Marx og Engels, og svo formála Engels, fyrir ávarpinu en Stjórn F.U.K. 1923: Frá v. iil h.: sitjandi: Haukur Björnsson og Hendrik Ottósson; standandi: Jafet Ottósson, Árni Guðlaugsson og Vilhjálmur S. Vil- hjálmsson (V.S.V.). flutti síðan fróðlegan fyrirlestur um ýmis atriði þess. ★ En þrátt fyrir mörg orð og fögur um ávarpið gekk hægt með útgáfuna. Hinsvegar færðist hreyfingin sjálf í aukana, ekki síst meðal æskulýðsins. Með kosningu nýrrar stjórnar í „Félagi ungra kommúnista" í Reykjavík sumarið 1923, er hafist handa um reglubundin al- 22

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.