Réttur


Réttur - 01.01.1977, Side 42

Réttur - 01.01.1977, Side 42
einnig um hann og bresku hreyfinguna í ,,Rétti" 1975, einkum bls. 181). iean Jaurés var þrem árum yngri en Keir Hardie, varð 1883, 24 ára, prófessor í heimspeki, 1890 sósíalisti og frá 1902 þingmaður til dauðadags. Verður foringi þingflokks sósíalista og ritstjóri ,,1'Humanité" aðalþlaðs flokksins. Hann var einn af færustu foringjum II. Internationale og einhver snjallasti ræðumaður nútímans. Hann reyndi að hindra að til styrjaldar kæmi 1914, einkum með því að reyna samninga við þýsku sósíaldemókrat- ana, en var myrtur 31. júlí 1914 af frönskum þjóð- remþingsmanni, er síðan (1919) var sýknaður. 1924 var lík Jaurés flutt til „Panthéon" þar sem mestu menn Frakka eru grafnir, fádæma fjöldi franskra verkamanna fylgdi síðustu leyfum hans þá. En þessar tvær hetjur sóslalista I baráttunni gegn stríðsundirbúningnum voru ekki þær einu af leið- togunum, sem urðu ofstæki afturhaldsins að bráð. Karl Liebknecht var lika staddur I Kaupmannna- höfn um þessar mundir. Hann var forseti Alþjóða- sambands ungra sósialista, en það hélt 2. þing sitc I Kaupmannahöfn 4. og 5. september 1910. Þar hafði Karl Liebknecht framsögu um hernaðarstefn- una og þar var samþykkt ýtarleg ályktun gegn stríði og styrjaldarundirþúningi auðvaldsins.* 1* „Strið gegn striðinu" var eitt kjörorðið, — og Karl Liebknecht brást ekki I baráttunni, er á hólminn kom, sem kunnugt er. Nafn hans, ræður hans gegn heimsstyrjöldinni og barátta hans öll varð öðrum hvöt, þótt flokkur hans, Sósíaldemokrataflokkurinn Karl Liebkencht þýski, brygðist, og Liebknecht, Rósa Luxemburg og fleiri yrðu að skapa nýjan flokk til baráttunnar. Þessara þriggja manna, sem nú hafa verið nefnd- ir minnist Stephan G. allra I hinu stórkostlega kvæði sínu „Vopnahlé" (1915): „Hver hafa orðið forlög foringjanna fáu, þeirra er ekki hafa brugðið friðarmæli sín, og vildu ei svíkja sannleikann i voða? Einn’* er myrtur AnnarO fyrir sömu sök er gerður svivirðing í eigin hóp og dæmdur, yfirgefinn rænulaus af raunum reikar nú sá þriði:l) um grafarbakkann. V Jean Jaurés — a) Liebknecht — a) Keir Hardie. Ólafur Friðriksson hefur því augum litið á þingi þessu ungur að aldri nokkra af þeim leiðtogum, 42

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.