Réttur


Réttur - 01.01.1977, Page 43

Réttur - 01.01.1977, Page 43
William Haywood er urðu pislarvottar og létu lífið fyrir tryggð sína við sósíalismann. Síðar í grein þessari skal rætt um samþykktirnar, en fyrst sagt frá einum foringj- anum enn, er sérstaklega virðist hafa hrifið hug hans. William Haywood Bill Haywood (eða Big Bill eins og hann var oft kallaður) var fæddur 1869 og varð einn besti for- ingi byltingarsinnaðrar verklýðshreyfingar i Banda- ríkjunum, varð námumaður á tvítugsaldri og fór að vinna að því að fá stéttarbræður sína í námu- mannafélög, stjórnaði mörgum verkföllum þeirra og varð 1898 einn af aðalleiðtogum „Western Feder- ation of Miners" (námumannasamþands Vestur- rikjanna), sem var eitt vígreifasta verklýðssam- bandið. Árið 1901 gekk hann í Sósíalistaflokkinn, fylgdi Eugene Debsa) að málum, varð meðstofnandi b W. W. Kom til Hafnar 1910 sem miðstjórnarmeð- bmur flokksins. Árið 1917 bannaði afturhaldsstjórnin í Banda- rikjunum I.W.W., sem Haywood var þá aðalritari i, hann var fangelsaður ásamt fleirum, dæmdur í 20 ára fangelsi, en tókst að flýja og komst til Moskvu 1921 og var þar til dauðadags 1928. Aska hans er grafin i Kremlmúrnum eins og fleiri byltingarfor- ingja. Auðvaldsstyrjöld og allsherjarverkfall Styrjaldarhættan fór sivaxandi i Evrópu á þess- um árum og það varðaði raunverulega lif verk- lýðshreyfingarinnar, lif og dauða miljónatuga al- þýðufólks að finna rétta skilgreiningu á styrjöld þeirri, er yfir vofði, og rétt svar verkalýðsins við henni. Á alþjóðaþingi sósíalista i Stuttgart í ágúst 1907 hafði tekist að fá fram hvort veggja, þegar sam- þykkt var ályktun, er Bebel hafði flutt að stofni til, en bætt var við mjög þýðingarmiklum viðaukum, er Lenin, Rósa Luxemburg og Martov fluttu. Var auðvaldsskipulagið skilgreint i ályktun þessari og ákveðið m.a. að sósíalistar skyldu nota slíkt strið, ef hæfist, og kreppu þá, er það ylli, til að fylkja alþýðu saman til að flýta fyrir þvi að kollvarpa auðvaldsskipulaginu. Á sósíalistaþinginu i Kaupmannahöfn 1910 voru ákvarðanir Stuttgartþingsins ítrekaðar. Tillaga frá Keir Hardie og franska sósíalistanum Vaillant um að beita lika allsherjarverkfalli til þess að reyna að hindra stríð, fékk að vísu stuðning, en var þó visað til næsta þings, sem átti þá að verða í Vín (Wien), 1914, en varð sem kunnugt er I Basel 1912. Og þar var tekin skýr og skorinorð afstaða, sem skuldbatt alla sósialista til að berjast á öllum svið- um: frá þingsölum til verksmiðjanna og gatnanna gegn striði, er auðvaldið hleypti af stað. (Lesa má um Basel-þingið í greininni „Þorsteinn Erlingsson og þingið i Basel," Réttur 1972, bls. 239—246). Þingið í Kaupmannahöfn var því mjög merkilegt hvað afstöðuna til auðvaldsstyrjaldar snerti og skyldna þeirra, er það lagði sósíalistum á herðar, en sósíaldemókratar brugðust þeim sósialistísku skyldum, er styrjöldin hófst 1914. Samvinnuhreyfingin Afstaða sósíalista til samvinnuhreyfingarinnar var rædd mjög ýtarlega á þingfundum sem og í stórri nefnd og undirnefnd. I undirnefndinni áttu tíu fé- lagar sæti, þar á meðal Lenin og Lunatscharski, með eitt atkvæði, Dani, Englendingur, Þjóðverji, 43

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.