Réttur


Réttur - 01.01.1977, Side 54

Réttur - 01.01.1977, Side 54
miklu af helstu auðlind íslands, fossunum — þá þarf strax og slíkt verk er framið að gera heimi Ijóst með svipaðri yfirlýsingu og gefin var 1961, að þjóðin muni í framtíð- inni ekki virða slíka samninga heldur rjúfa og láta þá seku sæta sínum dómi, en end- urheimta vald sitt yfir auðlindum sínum öll- um. Frakkar sýndu það með frelsisskrá sinni forðum og Bandaríkin með sinni sögufrægu yfirlýsingu 1776 að engin þjóð er bundin þeim fjötrum, sem illir valdhafar hafa lagt hana í, ef hún aðeins hefur hug og hjarta til að slíta þá. En til þess svo megi verða þarf alþýða Is- lands að varðveita hugann heiðan og hjart- að heitt. Það krefst hinnar „dauðtryggu varð- stöðu ár eftir ár"14) þar sem aldrei er slakað á. Við skulum muna orð Fásts hjá Goethe. „Sá einn á skilið jafnt frelsið sem lífið er ávinnur sér það hvern dag."lr,) E. O. SKÝRINGAR: Vitnað í vísu Stephans G. 1908: „Ráðagerð Skúla mætt mótspyrnu frá öllurn": Ef til sannleiks kasta kemur kveddu' hann upp með tveimur, þremur! svo kvað skáld — þó eigi það ygði, að eins-dæmið sitt Skúla dygði. 2) Sjá grein Bergsteins Jónssonar: ,,Alþýðuflokk- urinn og íslenskir jafnaðarmenn gagnvart Sam- þandslagasamningnum árið 1918," I „Sögu" 1976. Jón Sigurðsson i Nýjum Félagsritum 1. 1941 í greininni „Um Alþing á Islandi," einkum þls. 99. II Bréf Sveins Björnssonar rikisstjóra til forseta Sameinaðs Alþingis, dags. 22. janúar 1944, er birt I „Rétti" 1944 í greininni: „Aðdragandi lýðveldisstofnunarinnar," bls. 15—18. Þar er og birt, bls. 18—25 svar lýðveldisnefndarinnar, sem var orðað sem yfirlýsing og rædd tillaga Jónasar frá Hriflu frá 1941 um þjóðfund, en raunverulega var verið að svara Sveini. Það þótti bara „diplomatiskt" eftir aðstæðum að hengja bakara fyrir smið, — fyrst meining all- margra þingmanna var að kjósa Svein sem for- seta síðar. “> Sjá grein mína „Upphaf bandariskrar ásælni gagnvart Islandi" í Rétti 1974 bls. 108—129, einkum bls. 121. III Sjá m.a. greinina „Eigum við að kalla fátæktina yfir okkur aftur, Islendingar?" í Rétti 1949, einkum bls. 163—164. 7) Sjá m.a. „Islensk stóriðja í þjónustu þjóðarinn- ar" I Rétti 1947, einkum bls. 188—214. *> Sjá grein Þór Whiteheads í Skírni 1976. °> Góð skilgreining á áhrifum „Marshallhjálpar- innar" er i grein Ásmundar Sigurðssonar í Rétti 1952, bls. 66—97. 10> I „Rétti" 1976 bls. 243—246. ”> Greinar Sigurðar eru í „Sögu" 1975 bls. 5—102 og 1976 bls. 125—182. 13> „Réttur" 1947, bls. 133—142. 13> Sjá t.d. bók J. J. Arevalo: Hákarlinn og sar- dínurnar. Mál og menning 1960. 14> Úr kvæði Jóhannesar úr Kötlum: „Þegnar þagn- arinnar" í „Hrímhvíta móðir". lr'> Úr lokaræðu Fausts hjá Goethe: „Nur der verdient sich Freiheit wie das Leben der táglich sie erobern musz." 54

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.