Réttur


Réttur - 01.01.1977, Side 55

Réttur - 01.01.1977, Side 55
Svavar Gestsson „Og hugsjónir eiga fyrirheit sem ber yfir alla tímabundna ósigra” I tilefni bókar Baldurs Guðlaugssonar og Páls Heiðars Jónssonar um atburðina 30. mars 1949 Bók þeirra Baldurs Guðlaugssonar, framkvæmda- stjóra Vinnuveitendasambandsins, og Páls Heiðars Jónssonar fréttamanns um 30. mars 1949, aðdrag- anda og átök um aðild Islands að Atlanshafsbanda- laginu bætir ekki miklu við þá sögu sem margoft hefur verið sögð áður um þessi mál. Einkum er hluti Baldurs Guðlaugssonar ómerkilegur og leiðin- lega saman settur sem bókarþáttur. Óhlutdræg vinnubrögð og heiðarleiki eru höfundi greinilega eins framandi og frekast er hægt að ímynda sér um harðsoðnasta heimdelling. Sá hluti bókarinnar sem Páll Heiðar leggur nafn sitt við er hins vegar líflegasti lestur, en mér finnst þó að þar vanti margt og þá einkum um það sem á eftir fylgdi: Stórfelld málaferli og ofsóknir gegn almenningi sem kom saman við alþingishúsið þann eftirminnilega dag, 30. mars 1949. ÍSLAND „FREMSTA ÚTVIRKI BANDARÍKJANNA“ I upphafi rekur Baldur Guðlaugsson upphaf kaldastríðsins. Hann hitar þar upp gömlu íhalds- lummurnar um hernaðarmátt Sovétríkjanna and- spænis friðelskandi auðvaldsheiminum. Hann gerir enga grein fyrir því ægivaldi sem bandaríkjamenn 55

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.