Réttur


Réttur - 01.01.1977, Page 58

Réttur - 01.01.1977, Page 58
Myndin sýnir þá, sem standa undir Alþingishúsinu, kasta að „forvitnum áhorfendum" á Austurvelli — takið sérstaklega eftir manninum i hvita frakkanum sem kastar — liklega grjóti. hefur í endurminningum sínum sagt að afstaða þeirra félaga HV og GÞG hafi stafað af því að þeir almennt verið „andvígir stefnu sem mörkuð væri af honum og mönnum, sem taldir hefðu verið „hægri kratar'V' (BG bls. 105). GÞG segir í viðtali við BG við gerð bókarinnar 1976: „Það hefði verið hægt að fá fylgi okkar Hannibals við samn- inn ef öðruvísi hefði verið að staðið — ef ekki hefði verið staðið að þessu af óbilgirni gagnvart okkur og stuðningsmönnum okkar utan þings." Þetta þýðir með öðrum orðum að þingmennirnir tveir voru I rauninni ekki andvígir aðild að Nató, það voru innanflokkssjónarmið, deilur við Stefán Jóhann sem réðu afstöðu þeirra. Það kemur einnig fram að það voru innanflokks- sjónarmið sem réðu andstöðu meirihluta miðflokk- anna við það að efnt skyldi til þjóðaratkvæða- greiðslu um aðild islands að Nató; foringjar þeirra óttuðust að flokkarnir klofnuðu í slíkum þjóðar- átökum. „Stefán Jóhann kveðst hafa álitið að með þjóðaratkvæðagreiðslu gæti komið upp vinstri- hreyfing sem gæti hugsað sér að „vinna með kommúnistum". Og Eysteinn Jónsson kveðst hafa látið sér detta í hug, að þjóðaratkvæðagreiðsla gæti leitt af sér „klofning i flokknum ...." Þeir segja að visu báðir að næg önnur rök hafi verið gegn þjóðaratkvæðagreiðslu, en mér segir svo hugur um að tilvitnunin sýni hver voru þyngstu rökin í raun: Að lýðræðinu hafi verið fórnað I þágu bandaríkjamanna, á altari innanflokksátaka. GÞG viðurkennir td. að úrslitin um aðild hefðu orðið mjög tvisýn og þingmenn sósíalista og Þjóð- viljinn hélt því fram að meirihluti þjóðarinnar væri andvígur aðild að hernaðarbandalaginu. Á bls. 116—120 rekur BG röksemdir andstæð- inga jafnt sem meðhaldsmanna Nató-aðildar. I rauninni er kjarni röksemdanna sem hann telur fram hjá fylgjendum Natóaðildar þessi: 58

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.