Réttur


Réttur - 01.01.1977, Page 60

Réttur - 01.01.1977, Page 60
menn og stjórnmálafrömuði að íslendinga væri erfitt að ala upp og smæð og ófullkomleika hinnar íslensku lögreglu. Bjarni hafði orðið fyrir hnjaski við Sjálfstæðishúsið 1946; kunnugir telja að það hafi setið i honum lengi. Svo mikið er víst að hann var í þeim hópi manna sem átti frumkvæðið að liðssafnaðinum 30. mars 1949. Ákvörðun um hann var tekin nærri tveim mánuðum áður, mörgum vik- um áður en ákvörðun hafði verið tekin um það að ganga i Nató, mörgum vikum áður en íslenskir ráðamenn höfðu fengið vitneskju um megininni- hald Nató-sáttmálans, mörgum vikum áður en hann var fullsaminn. Er þá komið að næsta kafla þeirrar þókar sem hér hefur verið gerð að umtalsefni. „LEYST ÞETTA MÁL MEÐ VALDI .. Þeir sem báru og bera ábyrgð á átökunum 30. mars 1949 eru þáverandi ráðamenn. Þeir hafa sjálf- sagt ekki allir verið nákvæmlega samstíga, mis- jafnar forsendur hafa verið fyrir afstöðu þeirra. Hópurinn lengst til hægri var innan Sjálfstæðis- flokksins, einkum úr Heimdalli. Þessi hópur taldi nauðsynlegt að setja á svið á Islandi einskonar „ríkisþingsbruna" — til þess að ala þjóðina upp. Þetta kemur vel fram í bókarhluta PHJ. Við um- ræðurnar á alþingi 31. mars sagði Brynjólfur Bjarnason að rikisstjórnin teldi sig ,,þurfa á slíkum próvókasjónum að halda til þess að fá átyllu til ofsókna yegn Sósíalistaflokknum og verkalýðs- hreyfingunni." Einar Olgeirsson sagði í þingi sama dag: ,,Við þekkjum það hér að stjórn, sem hagar sér eins og þessi vill skapa eitthvað svipað rikis- þingsbrennunni." Þessi „kenning" forsprakka ís- lenskra sósíalista, er í rauninni staðfest í þessum orðum eftir Eyjólfi Konráði Jónssyni í bókarhluta PHJ: „Sjálfum þótti mér sem þessi átök væru óhjá- kvæmileg, þau hefðu verið söguleg nauðsyn í þróuninni — nú þurftum við ekki að óttast þá lengur.“ Þetta var mat Eyjólfs Konráðs árið 1976 á atburðum 30. mars 1949. Og Ásgeir Pétursson segir einnig í viðtali við PHJ: „Lýðræðissinnar höfðu sýnt það og sannað, að þeir gátu fylgt liði og þeir höfðu sýnt styrk sinn; leyst þetta mál með valdi úr því að byrjað var að beita valdi ....“ Sjónarmið þessara tveggja manna hafa áreiðan- lega verið ríkjandi í stórum hluta SKjálfstæðis- flokksins. Næstir þessum mönnum komu svo þeir sem ekki létu slik viðhorf uppi en fóru fram í skjóli rússagrýlunnar, sem löngum hefur orðið slikum mönnum gagnleg. Sameinaður gerði svo Sjálfstæðisflokkurinn bandalag við forystulið Al- þýðuflokksins og Framsóknarflokksins, báðir síð- arnefndu flokkarnir voru þó klofnir eins og drepið var á í fyrri hluta þessarar greinar. Óhappamennirnir á ysta hægri kanti réðu ferð- inni í þeim átökum og undirbúningi þeirra sem lýst er í bókinni 30. mars. Þeir hófu skipulagningu hvitliðsins mörgum vikum áður en ákveðið var að ísland gerðist aðili að Atlanshafsbandalaginu. ÁKVEÐIÐ ÞEGAR 14. MARS „AÐ SAFNA LIÐI' Skal það nú rakið nokkuð eftir PHJ: 14. febrúar 1949 gengust Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík fyrir almennum fundi og „er nú Ijóst að eftir þann fund, þegar flestir fundarmenn yfir- gáfu salarkynni Sjálfstæðishússins, settust sex menn á rökstóla „í litla salnum' 'og mun þar fyrst hafa komið fram sú hugmynd að nauðsyn bæri til að safna liði, sem væri reiðubúið að „vernda alþingi" og sjá til þess að starfsfriði þess yrði ekki raskað þegar til hugsanlegrar umræðu um að- ild Islands að bandalaginu kæmi. Þeir menn sem þarna ræddu saman voru Ólafur Thórs, Bjarni Benediktsson, Jóhann Hafstein, Ásgeir Pétursson og tveir menn aðrir, en um nöfn þeirra er ekki vitað fyrir vist en liklegt að þeir hafi verið tveir af þingmönnum flokksins." (Bls. 148). „Það varð nið- urstaða fundarins að ekki einungis væri þetta unnt (að safna liði — innskot mitt. s.) heldur og sjálfsagt og munu nokkrir menn — tveir eða þrir í fyrstu en síðan fleiri hafa unnið að þvi upp úr miðjum febrú- ar og fram til 30. mars að koma slíku liði saman." (148).......kveikjan að slíkum liðsafnaði kom úr hópi „lýðræðissinnaðra stúdenta" í Háskóla Is- lands ..." (149). Þessi liðssafnaður hófst þegar i stað, en þó auðvitað af mestum þunga síðustu dagana fyrir 30. mars. Aðgerðir telur PHJ „algjört „einkafyrirtæki" sjálfstæðismanna." (155). Enda kom í Ijós er höfundur ræddi við Jóhann Hafstein að hann vildi ekki kannast við „að neitt samband hefði verið haft við formenn samstarfsflokkanna í rikisstjórn um þennan liðssafnað . ..." (156). Þessi skipulagði liðssafnaður Sjálfstæðisflokksins fór því fram með frumkvæði leiðtoga hans, vitund þeirra og vilja. Þegar til kastanna kom og í almennri umræðu 60

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.